is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1701

Titill: 
 • Þokulamb
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Beint frá býli er nýlegt verkefni sem á að stuðla að því að gera bændum kleift að vinna vörur sínar í neysluumbúðir og selja þær milliliðalaust frá býlum sínum. Ábúendur á Smyrlabjörgum í Austur – Skaftafellsýslu hafa áhuga á að fara út í heimavinnslu og sölu á lambakjöti undir merkjum Þokulambs.
  Markmið Þokulambs er að vinna og selja vöru sem er í háum gæðaflokki og vel þjónustuð, verður það einnig til þess að varan er seld á hærra verði en þær vörur sem fást í stórmörkuðum.
  Markaðurinn sem valinn var er þéttbýlisstaðurinn Höfn, en það er sá þéttbýliskjarni sem er næst býlinu.
  Helstu niðurstöður samkeppnisgreiningarinnar voru þær að, ekki eru á Höfn markaðssettar neinar gæða vörur lambakjöts úr heimabyggð. Beinir samkeppnisaðilar eru aðalega tveir, og eru þeir að selja fjöldaframleidda vöru. Kynningar þeirra á lambakjöti því sem þeir hafa til sölu eru ekki miklar. Við inngöngu á markað þarf að uppfylla ýmsar reglugerðir, Þokulamb hefur það forskot að vera nú þegar komið með leyfi til vinnslu afurða.
  Viðskiptavinir og birgjar hafa mikil áhrif í litlum fyrirtækjum, en birgjar koma ekki mikið við sögu ídaglegum rekstri Þokulambs þannig að birgjar eru ekki stór ógnun. Höfðað verður til þeirra viðskiptavina sem hafa áhuga á því að kaupa gæðavöru úr heimabyggð, þó hún sé aðeins dýrari, þannig verður samningsstaða viðskiptavina veikt. Það er því vert fyrir Þokulamb að taka næsta skref í átt til framleiðslu og sölu á sínum vörum.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1. júlí 2011
Samþykkt: 
 • 16.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þokulamb.pdf163.37 kBOpinnHeildPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf20.8 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Samantekt.pdf11.22 kBOpinnSamantektPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf11.11 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna