is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17012

Titill: 
  • Kosningabarátta á Íslandi: Jákvæð barátta í neikvæðri stjórnmálamenningu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efnisatriði þessarar ritgerðar falla undir íslenska stjórnmálamenningu og er markmiðið fólgið í því að greina hvort kosningabarátta á Íslandi sé almennt jákvæð og þá hvers vegna. Greiningarþættir sem notast er við eru þrenns konar. Í fyrsta lagi er notast við heimildir. Í öðru lagi er notast við greiningu frá Fjölmiðlavaktinni á fréttaumfjöllun um stjórnmálaflokka í aðdraganda alþingiskosninga vorið 2013. Í þriðja lagi voru tekin viðtöl til að varpa ljósi á upplifun einstaklinga sem starfa og taka þátt í kosningabaráttu. Fjallað verður um kosningar og kosningabaráttu almennt. Áhersla verður lögð á umfjöllun um kosningabaráttu og hvort hún getur talist neikvæð eða jákvæð. Jafnframt verður reynt að greina hvar umfjöllunin á sér stað. Einnig verður litið á framtíð íslenskrar kosningabaráttu og í því samhengi verður hlutverk samfélagsmiðla sérstaklega skoðað.
    Ritgerðin er skrifuð með þá hugmynd að leiðarljósi, sem hugsanlega gengur gegn ríkjandi viðhorfi almennings í garð stjórnmála, að kosningabarátta á Íslandi sé almennt jákvæð, en neikvæð umfjöllun þrífist einnig. Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvers vegna kosningabarátta á Íslandi er almennt jákvæð. Þættir sem vert er að skoða í þessu samhengi er t.d. sú staðreynd að hérlendis er hlutfallskosningakerfi sem leiðir af sér fjölflokkakerfi. Íslensk stjórnmálamenning og kosningabarátta hafa lítið sem ekkert verið rannsakaðar og því var ákveðið að ræða við sjö einstaklinga sem hafa annað hvort starfað innan flokkanna eða við auglýsingagerð og/eða skipulagningu kosningaherferða innan flokkanna.
    Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að kosningabarátta á Íslandi sé almennt jákvæð, en tímabilið milli kosninga, þ.e. kjörtímabilið sjálft hefur ýmis neikvæð einkenni. Því er hægt að tala um jákvæða kosningabaráttu í neikvæðri stjórnmálamenningu.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla María Markúsdóttir.pdf620.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna