is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17015

Titill: 
  • Hverjir eru helstu skýringaþættir á ólíkri stöðu kvenna við mismunandi stjórnarfar? Samanburður á atvinnu- og stjórnmálaþátttöku kvenna í Austur- og Vestur-Þýskalandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 1949, fjórum árum eftir að síðari heimsstyrjöldinn lauk var Þýskalandi skipt í tvö ríki. Annars vegar í ríki Vestur-Þýskalands þar sem stjórnarhættir Vestræns lýðræðis voru viðhafðir og hins vegar í ríki Austur-Þýskalands sem byggði stjórnarfar sitt á hugmyndafræði ríkissósíalisma. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hver áhrif ólíkra stjórnarhátta eru á stöðu jafnréttismála. Í þeim tilgangi var einblínt á stjórnmála- og atvinnuþátttöku kvenna í ríkjunum tveimur og áhrif stjórnarfars á stöðu kvenna með tilliti til þessa tveggja útgangspunkta gerð skil. Hinir ólíku stjórnarhættir sem einkenndu ríkin tvö gerðu þau að tilvöldu viðfangsefni til að kanna helstu skýringaþætti á ólíkri stöðu kvenna við mismunandi stjórnarfar. Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi gerðu kröfu til kvenna um að þær stunduðu launavinnu í miklum mæli og því var fjöldi þeirra á vinnumarkaði mun meiri en í Vestur-Þýskalandi. í dag þykir ljóst að í aukinni atvinnuþátttöku kvenna í Austurhlutanum fólst ekki bætt staða þeirra heldur kvöð sem kom fram í tvöfaldri vinnubyrði. Álag launavinnu bættist ofan á hina viðteknu hefð feðraveldisins um að konur bæru mesta ábyrð á heimilisstörfum. Hlutfall kvenna í stjórnmálum var einnig hærra í Austurhlutanum en Vesturhlutanum. Þrátt fyrir það verður að teljast ólíklegt að áhrifakraftur kvenna í Austur-Þýskalandi í tilviki stjórnmála hafi verið meiri en í Vestur-Þýskalandi því sem konum var markvisst haldið frá valdamiklum embættum. Í niðurstöðum kemur fram að lítill áhrifakraftur kvenna á stjórnmálasviðinu í báðum ríkjum virðist hafa verið bein afleiðing af hagsmunagæslu feðraveldisins. Möguleikar kvenna á að geta unnið að hagsmunum sínum á hinu opinbera sviði stjórnmálanna láu þó fremur í stjórnkerfi lýðræðis. Á grundvelli frjálslyndra og lýðræðislegra gilda um réttindi einstaklingsins urðu til kvennréttindahreyfingar. Með tilkomu kvennréttindahreyfinganna jukust áhrif kvenna á framgöngu stjórnmálanna smám saman. Aukin stjórnmálþátttaka kvenna almennt var bein afleiðing þessarar þróunar.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð BA loka.pdf820.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna