is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17016

Titill: 
 • Skóli lífsins: Sýn óviðurkenndra heilsumeðferðaraðila á heilsu, mannveruna og þroska sálarinnar
 • Titill er á ensku The School of Life: Alternative Practitioners View on Health, the Human Being and the Development of the Soul
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ákveðin vakning hefur komið fram víðs vegar á vesturlöndum á síðustu árum og er heildræn hugmyndafræði óviðurkenndra heilsumeðferða (óhefðbundinna lækninga) miðpunktur hennar. Vakningin á rætur í nýaldarhreyfingunni og tengir hún saman ýmsar trúarhugmyndir og vísindakenningar og blandar þeim í póstmóderníska sýn á heiminn þar sem heildrænt samband anda og efnis er meginþemað.
  Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hugmyndafræði óviðurkenndra heilsumeðferða eða „óhefðbundinna lækninga“ en fyrirbærið hefur fengið misjafnar undirtektir. Í ritgerðinni er skoðuð sýn hóps óviðurkenndra heilsumeðferðaraðila á Íslandi á heilsu, mannveruna og þroska sálarinnar. Þessi hópur lítur á mannveruna í heildrænu samhengi og tekur ýmsa andlega þætti inn í hugmyndafræði sína. Rannsóknin sem var gerð byggir á eigindlegri aðferðafræði (e. qualitative research) en slíkar rannsóknir skoða samfélagsþættina í samhengi og reyna að skýra merkingu (félagslegra) atburða og skilja sjónarhorn þeirra sem upplifa þá. Tekin voru viðtöl og þátttökuathuganir framkvæmdar samkvæmt þessari aðferðafræði.
  Það er álit höfundar að umræðan um óviðurkenndar heilsumeðferðir hafi gjarnan verið byggð á lítilli vitneskju um hvað fari raunverulega fram í meðferðunum og athyglinni hafi aðallega verið beint að „órökrænum“ þætti þeirra. Til að skilja meðferðirnar og hugmyndfræðina sem að baki liggur þarf að skoða grunnhugmyndirnar sem byggja á öðrum forsendum en viðurkenndum læknavísindum og vinna út frá þeim. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að hugmyndafræði óviðurkenndra heilsumeðferðaraðila er heilbrigð gagnrýni á ríkjandi hugmyndir okkar um heilsu, mannveruna, tilveruna og heiminn. Það er nauðsynlegt að hrista upp í rótgrónum stofnunum með einkaleyfi á skilgreiningum á svo veigamiklum þáttum tilverunnar eins og heilsu mannverunnar.
  Lykilorð: Heilsa, trú, vísindi, andleg ástundun, hugmyndafræði, óviðurkenndar heilsumeðferðir, óhefðbundnar lækningar, nýaldarhreyfingin, heilsumannfræði, mannfræði trúarbragða, mannfræði meðvitundar.

 • Útdráttur er á ensku

  A certain awakening has appeared in the west in the last few years with the holistic ideology of alternative and complimentary medicine as its centerpoint. This awakening with its roots in the new age movement connects various religious or spiritual ideas and scientific theories and mixes them into a postmodern view of the world where the holistic connection of spirit and matter is the main thing.
  The goal of the thesis is to shed light on the ideology of alternative and complimentary medicine but the phenomena has received various critiscism. In the thesis we look at a group of people who work with alternative and complimentary medicine in Iceland and their views on health, the human being and the development of the soul. This group looks at the human being in a holistic and spiritual perspective in its ideology. The research is based on a qualitative research but such methods are used to look at parts of society in a larger context with the attempt of explaining the meaning of social events and understanding the point of view of the people who experience them. Interviews and participant observations were done according to this methodology.
  According to the researcher the discussion about alternative and complimentary medicine is usually based on little knowledge about what really goes on in the therapies and that the attention has mainly been on what is considered their „illogical“ aspects. To understand the therapies and the ideology behind them it is necessary to look into their basic ideas that are built on different grounds than the official health system and start from there. The conclusions of the thesis show that alternative and complimentary medicines ideology is a healthy criticism on dominant ideas about health, the human being, the world and existence. It is necessary to shake up the ingrained institutions of society that have a monopoly on defining crucial parts of our lifes as the health of the human being.
  Keywords: Health, religion, science, spirituality, ideology, alternative and complementary medicine, the new age movement, medical anthropology, anthropology of religion, anthropology of conciousness.

Samþykkt: 
 • 7.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17016


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skóli lífsins, Sveinn Guðmundsson.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna