Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17021
Á 15. öld fjölgaði frásögnum af frumstæðum Afríkubúum í Evrópu. Þessar frásagnir urðu innblástur fjölda fræðimanna sem veltu fyrir sér fjarlægum samfélögum sem áður höfðu eingöngu birst í eins konar ævintýrum. Eftir að þrælaverslun vestrænna manna í Afríku hófst að einhverju ráði breyttist umfjöllunin og útlitseinkenni fóru að verða mikilvægari í umfjöllun um Afríkubúa. Til urðu fræðilegar kenningar og stefnur sem útskýrðu framgang Evrópumanna í Afríku og hjálpuðu fólki að staðsetja sig í hinum ört stækkandi félagslega heimi. Þeirra á meðal var hin alræmda kynþáttastefna.
Vegna mikillar mannréttindaumræðu undanfarna áratugi hefur orðræðan breyst töluvert. Þær hugmyndir sem vestrænt fólk hefur um Afríku í dag hafa samt sem áður þó nokkurn samhljóm með þessum gömlu hugmyndum. Fréttir frá Afríku virðast ekki bæta ímynd heimsálfunnar, hungursneyð og styrjaldir hafa lengi einkennt fréttaflutning frá henni. Tækniframfarir undanfarinna áratuga hafa ekki náð til stórra hluta álfunnar og því hefur hún átt erfitt uppdráttar innan alþjóðlega samfélagsins. Þar af leiðandi er skortur á fjárfestingu í álfunni staðreynd og erfitt hefur reynst að byggja upp stöðugt hagkerfi. Margt þarf að breytast til þess að Afríka geti staðið betur innan hins alþjóðlega samfélags, ekki síst ímynd hennar á Vesturlöndum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MargretSoffiaEinarsdottir.pdf | 513.49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |