is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17029

Titill: 
  • Lítið þokast enn í samkomulagsátt - beðið eftir ríkisstjórninni. Þróun samráðs við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði
  • Titill er á ensku Slowly moving towards an agreement - waiting for the government
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að fjalla um aðkomu ríkisstjórna að gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á árunum 1964 - 2013. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hver þróun samráðs við kjarasamningagerðina á almennum vinnumarkaði hefur verið á þessu 50 ára tímabili. Til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni voru skoðaðar þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnir hafa lagt fram í því augnamiði að greiða fyrir kjarasamningagerðinni.
    Rannsóknarspurningin sem leitað er svara við er eftirfarandi: Hver hefur þróun samráðs við kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði verið tímabilið 1964 - 2013?
    Í rannsókninni voru greindar yfirlýsingar ríkisstjórna við gerð kjarasamninga og endurskoðun þeirra. Rannsóknin nær einungis til yfirlýsinga sem lagðar hafa verið fram við kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Yfirlýsingarnar var hægt að nálgast í skýrslum Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) og í skýrslum forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) fyrir rannsóknartímabilið.
    Við rannsóknina var notuð greining fyrirliggjandi gagna (e. content analysis) sem voru skriflegar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar fengnar úr skýrslum VR og ASÍ.
    Niðurstöður benda til að skipta megi rannsóknartímabilinu í þrennt. Á árunum 1964 - 1976 verður samráð til og aðilar eru að stíga sín fyrstu skref. Áherslan er á fáa en mikilvæga málaflokka sem skipta heildina miklu máli en þar má sem dæmi nefna húsnæðismálin. Á árunum 1977 - 1996 festir samráðið sig í sessi og á þessum árum er lagður grunnur að þjóðarsátt. Tímabilið einkennist meðal annars af því að ítrekað er gripið inn í kjarasamningagerðina en gildistími samninga lengist einnig á þessum árum. Á árunum 1997 - 2013 er komin á hefð á samráðið, gildistími kjarasamninga lengist auk þess sem yfirlýsingarnar verða almennt umfangsmeiri og ýtarlegri.
    Titill ritgerðarinnar er fenginn úr frétt sem birtist í vikuritinu Frjálsri þjóð 3. júní 1965 þar sem fjallað var um stöðuna í samningamálunum. Fyrirsögnin er lýsandi fyrir það viðhorf og væntingar sem gerðar eru til ríkisstjórna um að þær liðki fyrir kjarasamningagerðinni með yfirlýsingum sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to discuss the participation of governments in negotiations between the associations of unions and employer associations in the generic labour market 1964 - 2013. The aim was to analyse the development of trilateral negotiations of collective wage agreements during these 50 years. To seek answers to the thesis question declarations from the governments have put forward to the purpose of facilitating the agreements.
    The thesis question is as follows: What has been the development of the tripartite cooperation between the authorities and the social partners 1964 - 2013?
    In the research the declarations of governments in conjunction with collective wage agreements and their revisions were analysed using content analysis. The research only includes declarations pertaining to collective wage agreements in the generic labour market. The declarations were in reports from VR (the commercial and office workers' union) and reports from the president of ASÍ (confederation of trade unions in Iceland in the private sector and part of the public sector) for the research period.
    Conclusions indicate that the research period can be divided in three distinct periods. 1964 - 1976 sees first trilateral negotiations of collective wage agreements and parties take the first steps. Emphasis is on few but important subjects that are of importance to the vast majority e.g. housing issues. The tripartite cooperation becomes established 1977 - 1996 and during this period the concept of the social contract is coined. The period is characterized by frequent government interventions to the collective wage agreements but the contract periods become longer. Trilateral negotiations of collective wage agreements become established 1997 - 2013, contract periods become longer and declarations grow in scope and depth.
    The title of this paper Slowly moving towards an agreement – waiting for the government is from a front page article in the weekly Frjáls þjóð on June 3, 1965. The heading is descriptive for the attitude and expectations towards the governments that they facilitate the negotiations with their declarations.

Samþykkt: 
  • 8.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Björk Arnardóttir-l.pdf914.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna