Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17032
Í þessari ritgerð eru skoðaðar ímyndir og birtingarmyndir „hinnar múslímsku konu” á Vesturlöndum og hvernig birtingarmynd hennar á Vesturlöndum breyttist eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin í september árið 2001. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hver þessi ímynd er, hvaðan hún kemur og hvernig hún er notuð. Klæðnaður hennar hefur verið mikið í sviðsljósinu og er orðin að tákni fyrir kúgun, bókstafstrú, hryðjuverk og afneitun múslíma á hin svo kölluðu vestræn gildi. Sett hefur verið löggjöf í
Frakklandi sem bannar meðal annars þennan klæðnað og hafa önnur lönd í Evrópu fylgt á eftir. Sú orðræða virðist vera ríkjandi á Vesturlöndum að „hin múslímska kona” sé kúguð af sínu samfélagi, eiginmanni og trú. Í gegnum tíðina hefur verið mikil þörf hjá
vesturlandabúum að frelsa þessa konu frá kúgun án þess að kynna sér reynsluheim hennar. Í allri þessari umræðu þá er rödd hinnar múslímsku konu ekki áberandi enda hefur áhersla fjölmiðla verið sú að fjalla um hana en ekki tala við hana.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Sif.Beckers.pdf | 504.35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |