is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17036

Titill: 
  • Titill er á spænsku ¡Viva la República! - ¡Viva la libertad! La participación de islandeses en la Guerra Civil Española
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin til fullnustu BA gráðu í spænsku við Háskóla Íslands. Í henni er sjónum beint að tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar, sem stóð yfir frá árinu 1936 til ársins 1939, og þeim Íslendingum sem tóku þátt í henni á einn eða annan hátt. Þeir voru í hópi mörg þúsund erlendra sjálfboðaliða sem héldu til Spánar til að reyna að verja spænska lýðveldið gegn fasistasveitum herforingjans Francisco Franco sem naut liðsinnis Þjóðverja og Ítala.
    Íslendingarnir sem lögðu hinni rétt kjörnu stjórn lýðveldisins lið sitt voru sex talsins, svo vitað sé, og eru heimildir um þá mismargar og misgóðar. Þeir hétu Hallgrímur Hallgrímsson, Björn Guðmundsson, Aðalsteinn Þorsteinsson, Gunnar Fredrik Finsen, Vernharður Eggertsson og Björn Franzson. Mest er til af upplýsingum um Hallgrím, en hann var duglegur að senda fréttaskeyti heim til Íslands meðan á þátttöku hans stóð og birtust þau á síðum dagblaðanna á vinstri vængnum. Hann gaf síðar út bók um þátttöku sína í borgarastyrjöldinni. Þá skrifaði Vernharður einnig bók um veru sína á Spáni, sem er reyndar umdeild, og þá er nokkuð til af tímaritsgreinum eftir Björn Franzson. Varðandi Aðalstein, Gunnar og Björn Guðmundsson, er ekki vitað til þess að þeir hafi skrásett neitt um dvöl sína á Spáni. Fyrir utan ofangreinda sexmenninga, er ennfremur fjallað örstutt um þrjá aðra Íslendinga sem voru við nám eða störf á Spáni þegar borgarastyrjöldin braust út, en voru ekki þátttakendur í henni sem slíkir.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð -Róbert Sigurðarson.pdf5.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna