Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17037
Í þessu verkefni verður fjallað um lífsstílsfólksflutninga (e. Lifestyle Migration). Lífsstílsinnflytjendur (e. Lifestyle Migrants) eru einstaklingar sem flytjast frá heimkynnum sínum til þess að flýja hversdagslegt líf og félagslegar skuldbindingar. Flestar rannsóknir á lífsstílsinnflytjendum hafa einblínt á sérstæða þætti lífsstílsfólksflutninga og litlar sem engar tilraunir hafa verið gerðar til að fjalla um fyrirbærið sem eina heild. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að draga fram helstu einkenni lífsstílsinnflytjenda og reyna að komast að því hvað það er sem drífur fólksflutninga þeirra áfram. Fjallað verður sérstaklega um þrjá stærstu hópa lífsstílsinnflytjenda og þeir bornir saman, til þess að draga fram megineinkenni hvers hóps fyrir sig. Einnig verður farið yfir þau áhrif sem lífsstílsinnflytjendur hafa á efnahag og hvernig börn þeirra líta á líf sitt sem lífsstílsinnflytjendur. Þess að auki verður samfélags uppbyggingu þeirra og einstaklingsmiðuð sýn þeirra á lífið rannsökuð. Rannsókn var gerð á lífsstílsinnflytjendum í Bangkok, Tælandi við skrif þessarar ritgerðar og var hún framkvæmd til þess að bera niðurstöður hennar saman við niðurstöður fyrri rannsókna, sem framkvæmdar hafa verið af fræðimönnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gunnar Torfi - BA ritgerð í mannfræði.pdf | 576,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |