is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17045

Titill: 
  • „Við lifum lífinu núna“: Viðhorf Kynslóðar Y til stjórnenda og vinnustaðarins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Yngstu starfsmennirnir á vinnumarkaði í dag eru af Kynslóð Y, fæddir 1980 – 2000. Þegar þeir bættust í hóp starfsmanna bættust líka við ný viðhorf, nýjar aðferðir og þarfir sem stjórnendur þurfa að bregðast við. Stjórnandi þarf því að koma til móts við starfsmenn af Kynslóð Y á annan hátt en eldri kynslóðir. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að kanna hvaða þættir það eru í hlutverki stjórnandans sem höfða til Kynslóðar Y og hvernig árangursríkur stjórnandi Kynslóðar Y þarf að bera sig að. Einnig var athugað hversu miklu félagsandinn skiptir inni á vinnustaðnum og hvaða áhrif hann hefur á þessa kynslóð. Síðast í rannsókninni er komist að því hvort Kynslóð Y finni fyrir aldursmun inni á vinnustaðnum og hvaða áhrif hann getur haft. Fræðilegur bakgrunnur er aðallega sóttur til erlendra rannsókna og greina sem tengjast Kynslóð Y. En lítið hefur verið skrifað um viðhorf Kynslóðar Y til stjórnenda og vinnumarkaðarins hér á landi.
    Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð og tekin voru átta viðtöl við unga starfsmenn af Kynslóð Y sem höfðu allir reynslu af vinnumarkaðnum og gátu myndað sér góða skoðun um þessi mál. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að starfsmenn af Kynslóð Y aðhyllast miðlægri stjórnun. Árangursríkur stjórnandi Kynslóðar Y er ábyrgðafullur, vel skipulagður stjórnandi sem hlustar á og metur skoðanir þeirra. Hann leggur sig fram við að leiðbeina, styðja, hrósa og umbuna ásamt því að veita reglulegt eftirlit og frelsi til athafna. Starfsmenn af Kynslóð Y vilja að stjórnandinn sé sýnilegur og komi fram við þá sem jafningja en viti samt hvar mörkin liggja á milli starfsmanns og stjórnanda. Þegar ungir starfsmenn eru í atvinnuleit velja þeir alltaf vinnustað þar sem ríkir góður félagsandi fram yfir góð laun. Þau lifa fyrir daginn í dag og sjá ekki tilgang í því að fá borgað fyrir að leiðast. Helsti munurinn á eldri starfsmönnum og yngri að þeirra mati er að eldri starfsmenn eru íhaldssamri og yngri starfsmenn eru tæknivæddari. Þessi munur veldur oft árekstrum á milli kynslóða á vinnumarkaði.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKJAL.pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna