is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17049

Titill: 
  • Cosa Nostra: Félags- og stjórnmálaleg staða mafíunnar á Ítalíu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um félagslega- og stjórnmálalega stöðu mafíunnar innan ítalska samfélagsins. Einblínt er á sikileysku mafíuna, Cosa Nostra, þar sem hún er sú þekktasta og búið að rannsaka mest af mafíum á Ítalíu. Til að öðlast betri skilning á stöðu mafíunnar innan ítalsks samfélags er fjallað um sögu, uppbyggingu, skipulag og útbreiðslu Cosa Nostra á Ítalíu og á heimsvísu. Fjallað verður um tengsl Cosa Nostra við stjórnmálamenn og ríkisvaldið og hvernig mafían hefur öðlast ítök innan hagkerfisins. Einnig verður tekið á andófi almennra borgara gegn mafíunni og stöðu kvenna innan samtakanna.
    Til að átta sig betur á tilvist mafíunnar er umfjöllunarefnið sett í samhengi við leikjakenningar úr mannfræði stjórnmála. Leikjakenningar fjalla um þau átök sem eiga sér stað á pólitískum vettvangi þar sem hópar keppa um völd og líkja þeim við félagsleg leikrit. Leikjakenningar greina frá mismunandi tegundum stjórnmálahópa, reglum sem notast er við til að vinna leikinn og þeim breytingum sem stjórnmálahópar þurfa reglulega að ganga í gegnum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cosa_Nostra-Edda_Osk_Oskarsdottir.pdf919.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna