is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17051

Titill: 
 • „Að vera opin fyrir öllu.“ Áhrif tilviljana á náms- og starfsval fólks
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að kanna hvernig fólk stendur að náms- og starfsvali sínu og hvað það telji að hafi haft áhrif á ákvarðanatöku um nám og störf, skoðað í ljósi reynslunnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort persónulegar frásagnir fólks með ólíka reynslu að baki, hefði einhverju við að bæta varðandi þróun starfsferils. Tekin voru hálf-opin viðtöl við sex fullorðna einstaklinga á aldrinum 23 til 62 ára af báðum kynjum og lögð á það áhersla að þeirra upplifanir kæmu fram. Þeir rifjuðu upp ákvarðanatöku allt frá því að þeir byrjuðu að hugleiða sinn framtíðar náms- og starfsferil.
  Niðurstöður sýna að ákvarðanataka getur verið tilviljunum háð en einnig að nánir vinir eru stærstu áhrifavaldar varðandi náms- og starfsval. Fyrirmyndir geta ennfremur haft áhrif og að jafnframt skiptir hvatning þó nokkru máli. Foreldrar veita stuðning í námi en virðast ekki vera beinir áhrifavaldar varðandi það hvers konar nám og störf verða fyrir valinu. Kynjamunur kom fram varðandi viðhorf til náms. Konur gáfu til kynna sterkari námslöngun og létu í ljósi meira áhuga á og ánægju af námi en karlarnir í rannsóknarhópnum. Þær hindranir sem fólkið í rannsókninni upplifði við þróun náms- og starfsferils voru einstaklingsbundnar og tengdust hagkvæmnislegum sjónarmiðum og aðstæðum hverju sinni.
  Áhrif tilviljana hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega í tengslum við náms- og starfsval hér á landi. Vonast er til að niðurstöður auki skilning á því hvað geti haft áhrif á ákvarðanatöku fólks á lífsleiðinni og gagnist starfandi ráðgjöfum við að leiðbeina skjólstæðingum. Með því að kynna til sögunnar kenningu um óreiðu á starfsferli, standa vonir til að niðurstöður stuðli að skapandi umræðu innan fagstéttar náms-og starfsráðgjafa um með hvaða hætti megi hafa gagn af kenningum á fræðasviðinu og aðlaga nýjar kenningar þar að þeim eldri.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this qualitative research was to explore how people come to choose their career path and what they consider to have influenced them the most regarding educational- and vocational choice and decision-making. The aim of the study was to examine whether accounts of individuals with different backgrounds had anything to add to the academic field of career development. Open semi-standardized interviews were conducted on six individuals between the ages of 23-62. They were asked to recall their experiences of decision-making regarding their future career hopes in a retrospective light.
  Results show that chance events play a significant role in people’s career choice but close friends are also a big influential factor. Role models can also be influential along with encouragement. Parents support is valued but does not seem to have an effect on what kind of studies or career path children select for themselves. There were some differences between the genders as women report a bigger interest in their education than the male subjects. The hindrances that the study’s subjects experienced varied among the individuals and were related to their situations and environment at that time.
  There is a lack of research in Iceland regarding the role and effect of chance events in educational- and vocational decision-making. The results of this study reflects how people are influenced in this regard. The practical counseling theories and counseling research evidence was briefly reviewed. The additional potential contributions of the chaos Theory of Careers to the career development field are also outlined. Hopefully the results will promote a creative discussion in the counseling field on how theories can be put to use along with adjusting new theories to the older ones.

Samþykkt: 
 • 9.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að+vera+opin+-Áhrif+tilviljana.pdf837.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna