is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17055

Titill: 
  • Breytt gildi íþrótta í íslenskum fjölmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður sagt frá hlutverki fjölmiðla og hvernig það tengist birtingarmynd íþrótta í fjölmiðlum. Þeir fjölmiðlar sem nefndir verða til sögunnar eru dagblöð, sjónvarp og internetið. Íþróttaefni í þeim fjölmiðlum verður skoðað og var markmiðið að fá svör við því hvort íþróttaefni sé að aukast fjölmiðlum, hvaða breytingar séu að eiga sér stað og hvað framtíðin ber í skauti sér.
    Rannsóknin byggist að mestu leyti á innihaldsgreiningu sem gerð var á Morgunblaðinu fyrstu heilu vikuna í febrúar árin 1947, 1967, 1987, 2007 og 2013. Þar sést svart á hvítu hvernig þróun íþróttaefnis hefur verið í gegnum árin. Til samanburðar voru svo notuð gögn frá Hagstofu Íslands til þess að athuga hvort íþróttaefni í sjónvarpi hafi þróast á svipaðan máta og í Morgunblaðinu. Loks var athugað hvort íþróttaefni á internetinu sé eitthvað í líkingu við bæði Morgunblaðið og sjónvarpið.
    Niðurstöður leiddu það í ljós að íþróttaefni í Morgunblaðinu hefur aukast jafnt og þétt frá árinu 1947 og var þar einnig að finna mikla breytingu á hvaða íþróttagreinar voru mest til umfjöllunar. Í dag eru knattspyrna og handbolti langvinsælust. Íþróttaefni hefur líka aukist til mikilla muna í sjónvarpi og má sjá að þróunin þar hefur verið mun hraðari heldur en í Morgunblaðinu. Internetið kemur svo og samtvinnar báða þessa fjölmiðla í einn og sama fjölmiðilinn og virðist vera að taka öll völdin á fjölmiðlamarkaðnum í dag.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytt_gildi_íþrótta_í_íslenskum_fjölmiðlum.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna