is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1706

Titill: 
 • Ákvarðanataka í íslenskum fyrirtækjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ákvarðanatökuferli íslenskra fyrirtækja hefur lítið verið rannsakað til þessa. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort einhver munur er á milli ákvarðanatöku í litlum og stórum fyrirtækjum annars vegar og þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum hins vegar. Einnig var kannað hvort að skipulagsform fyrirtækjanna hefði áhrif á ákvarðana- tökuferli þeirra.
  Rannsökuð voru fjögur fyrirtæki á norðurlandi, KEA hótel, Sandblástur og málmhúðun, Norðlenska og Friðrik V. Öll þeirra eru með höfuðstöðvar og starfsemi á Akureyri en þrjú þeirra eru einnig með starfsemi í öðrum landshlutum. Tekin voru viðtöl við framkvæmdastjóra allra fyrirtækjanna en hjá Norðlenska var að auki rætt við vöruþróunarstjóra og fyrrverandi framkvæmdastjóra.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þó að fyrirtækin séu mismunandi uppbyggð og í misjöfnu starfsumhverfi að þá er ákvarðanatökuferlið oft og tíðum keimlíkt. Mikið er stuðst við eigið innsæi stjórnenda og smærri ákvörðunum er dreift á neðri lög skipulagsformsins. Í öllum nema einu fyrirtækinu voru ákvarðanir í mörgum tilfellum undirbyggðar með greiningu tölulegra upplýsinga samkvæmt aðferð Stjórnunarvísinda. Við sömu aðstæður var greiningarferlið hjá Friðriki V. samkvæmt líkani Takmarkaðrar skynsemi. Í umræddum tilfellum var úrlausnarferlið hjá öllum fyrirtækjum samkvæmt Carnegie-líkani þar sem lokaákvarðanir voru teknar af tveimur eða fleiri einstaklingum.
  Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að hvorki tegund starfsemi né skipulagsformið hafði áhrif á ákvarðanatökuferlið. Hjá þremur af fjórum fyrirtækjum var ákvarðanatakan eins og gilti einu hvort fyrirtækið var framleiðslu-/þjónustufyrirtæki eða starfa-/fléttuskipulagt. Minnsta fyrirtækið skar sig úr með miðstýrðum ákvörðunum og frábrugðnum aðferðum. Munurinn þar var greinilegur og stærðin því ráðandi þáttur í ákvarðanatöku íslenskra fyrirtækja.

Samþykkt: 
 • 16.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_vidirv_skemman.pdf1.38 MBOpinn"Ákvarðanataka í íslenskum fyrirtækjum"-heildPDFSkoða/Opna