en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17060

Title: 
  • Title is in Icelandic Kannabis og geðklofi. Ýtir neysla kannabis undir einkenni geðklofa?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkið sem hér fer á eftir er lokaritgerð til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða hvort neysla kannabisefna geti orsakað geðklofa og hver áhrif kannabisneyslu eru á einstaklinga sem þegar hafa verið greindir með geðklofa. Fjallað verður um hvaða áhrif kannabis hefur á einstaklinga sem neyta þess og hvaða áhrif neysla efnisins hefur á einstaklinga sem greindir hafa verið með geðklofa. Ritgerðin er fræðileg samantekt þar sem stuðst er við rannsóknir, ritrýndar greinar og bækur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að ef einstaklingur hefur neyslu á kannabis við ungan aldur getur það valdið geðklofa. Einstaklingar sem hafa verið greindir með geðklofa og neyta kannabisefna ná síður að halda niðri geðklofaeinkennum sínum en þeir sem ekki reykja kannabis. Einstaklingar í neyslu upplifa meira af jákvæðum einkennum sjúkdómsins eins og ofskynjun og ranghugmyndum. Þá eru þeir sem neyta kannabis og eru með geðklofa líklegri til þess að upplifa bakslag í baráttu sinni við sjúkdóminn, þannig að þeir hafa þurft að leggjast aftur inn á geðdeild eftir útskrift.

Accepted: 
  • Jan 9, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17060


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sandra Ba pdf.pdf696.83 kBOpenHeildartextiPDFView/Open