is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17064

Titill: 
 • Skráð skuldabréf íslenskra fasteignafélaga. Umfang, afdrif og heildarávöxtun
 • Titill er á ensku Listed bonds of Icelandic real estate companies: Volume, defaults, and total return.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í rannsókn þessari voru skráð skuldabréf íslenskra fasteignafélaga skoðuð. Leitast var við að greina umfang þeirra, afdrif og heildarávöxtun meðal annars með smíði á verðvísitölunni IS-FAST en vísitölunni var ætlað að mæla heildarárangur geirans frá upphafi og fram til 31. desember 2013. Einnig voru skilyrði og kvaðir sem hafa verið á skráðum skuldabréfum íslenskra fasteignafélaga athuguð.
  Það voru tíu fasteignafélög með ÍSAT2008 atvinnugreinaflokkun 68.20.2 sem uppfylltu kröfu IS-FAST vísitölunnar og höfðu skráð nítján skuldabréf á skipulegan markað, fyrst árið 2001 og síðast í október 2012. Þrjú þessara félaga voru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands fyrir um 15,8 milljarða að markaðsverði í lok árs 2013.
  Helstu niðurstöður voru þær að heildarútgáfa að markaðsvirði nam um 51 milljarði króna og greiðslur til fjárfesta voru 36 milljarðar, þar með talið er uppgjör þeirra bréfa sem fóru í vanskil og voru reiknuð með föstu endurheimtuhlutfalli. Heildarnafnávöxtun IS-FAST var 4,2% frá árinu 2001 og til loka árs 2013. Í samanburði við skuldabréfavísitölu GAMMA: GBI frá árinu 2005 til loka árs 2013 var IS-FAST vísitalan með um 10% lægri ávöxtun.
  IS- FAST sýndi ekki viðunandi árangur fyrir þetta tímabil en slaka ávöxtun má að mestu rekja til skuldabréfa Eikar fasteignafélags og skuldabréfa Stoða fasteignafélags sem fóru í vanskil og voru tekin úr IS-FAST í kjölfarið. Endurheimtur þeirra miðuðust við fast endurheimtuhlutfall en ekkert þeirra bréfa var veðtryggt.
  Skilmálar og kvaðir juku virði skuldabréfa og höfðu marktæk áhrif á stjórnendur fyrirtækja. Merkja mátti að skuldabréf sem voru háð kvöðum stóðu betur undir væntingum en þau sem voru það ekki, þar sem greina mátti að þau skuldabréf sem fóru í vanskil voru ekki með tryggingar eða frekari kvaðir.
  Lykilhugtök: Skuldabréf, vísitölur, fasteignafélög, Kauphöll, kvaðir

Athugasemdir: 
 • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokun þessarar ritgerðar til 10.07 2015.
Samþykkt: 
 • 9.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Björk Björnsdóttir.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna