is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17069

Titill: 
  • Skattskylda erlendra lögaðila á Íslandi: Um ákvörðun á skattlagningarstað
  • Titill er á ensku Taxation of Foreign Companies in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vegna aukningar í alþjóðaviðskiptum, betri samgangna, aukinnar upplýsingatækni o.fl. er orðið sífellt erfiðara að afmarka félög og tekjur landfræðilega sem veldur því að skattaðilar, stórir sem smáir, geta talist skattskyldir hjá tveimur eða fleiri ríkjum. Veldur þetta vandkvæðum þar sem hætta er á tvísköttun tekna. Er markmiðið með verkefninu að varpa ljósi á þær reglur sem gilda hér á landi um skattskyldu erlendra lögaðila á Íslandi.
    Koma hér til álita ekki bara innlendar reglur heldur einnig ákvæði tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert við önnur ríki til að koma í veg fyrir tvísköttun. Auk þess er litið til framkvæmdar annarra ríkja við þau úrlausnarefni sem ekki liggja skýr fyrir hér á landi.
    Á Íslandi getur erlendur lögaðili, sem ekki er undanþeginn skattskyldu, borið ótakmarkaða skattskyldu af öllum sínum tekjum, sé hann sjálfstæður skattaðili og heimilisfastur hér á grundvelli aðseturs raunverulegrar framkvæmdastjórnar, eða takmarkaða skattskyldu vegna tekna sem eru upprunar hér á landi. Þessu til viðbótar getur hagnaður hans orðið skattskyldur hér fyrir tilstuðlan CFC-reglu. Að lokum getur viðkomandi verið ábyrgur fyrir greiðslu á skattauppgjöri ef viðkomandi sameinast íslensku félagi.
    Ljóst er að hafi erlendur aðili einhver tengsl við landið er mögulegt að viðkomandi geti talist skattskyldur hér. Hins vegar ríkir mikil óvissa um veigamesta atriðið; hvenær aðsetur raunverulegrar framkvæmdastjórnar telst vera flutt hingað til lands. Sökum þessarar óvissu ber að fara varlega í beitingu ákvæðisins, túlka það þröngt og allan vafa skattaðila í hag en þó með það í huga að ekki sé gengið gegn skýru markmiði þess og að íslenska ríkið verði ekki af réttmætum skattgreiðslum. Þá má telja að það væri til hagsbóta, ekki bara fyrir skattaðila heldur líka skattyfirvöld, ef ákvæðið væri skýrara.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð til 1. mars 2016.
Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-BRK-Lokaskil.pdf946.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna