is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17070

Titill: 
  • Safngestarannsóknir: hlutverk, aðferðir og væntingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um safngestarannsóknir, hlutverk þeirra, aðferðir og væntingar. Söfn standa frammi fyrir þeirri áskorun að geta gert grein fyrir því hvaða gildi þau hafa fyrir samfélagið en einnig hvernig á að meta þessi áhrif. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um áherslur ný-safnafræðinnar en einnig hvernig aðrir þættir eins fjölmenning og nálgun kynjafræðinnar skiptir máli fyrir söfn. Fjallað er um fræðslu og menntunarhlutverk safna og kenningar menntunar og fræðslu. Gert er grein fyrir sviði safngestarannsókna og reynt að rýna í ólíkar aðferðir við að átta sig á hvað gestir upplifa á söfnum, ásamt því að gera grein fyrir þeirri þróun sem hefur átt sé stað á þessu sviði undanfarin ár.
    Til að átta sig á því hvernig íslensk söfn meta árangur af starfseminni voru tekin viðtöl við sjö einstaklinga um þær safngestakannanir sem Safnaráð stóð fyrir á árunum 2010 og 2011. Flestir viðmælendur mínir tóku þátt í að staðfæra könnunina, sem var gert að danskri fyrirmynd og höfðu allir reynslu af því að leggja þær fyrir á mismunandi söfnum. Tilgangurinn með viðtölunum var einkum að átta sig á viðhorfum og væntingum safnafólks til kannananna og kynnast veruleika þeirra og styðja þannig við aðra fræðilega umræðu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Pétursdóttir.pdf747.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna