is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17072

Titill: 
 • Greining á stefnumótandi þáttum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær Colas hf.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um helstu greiningartæki viðskiptafræðinnar sem notuð eru til þess að greina stefnumótandi þætti fyrirtækja. Höfundur hefur umfjöllun sína á því að fjalla um skilgreininguna á stefnu og hinum fimm þrepum stefnumótunar. Því til viðbótar er fjallað fræðilega um greiningartækin SVÓT, PESTEL, Fimm kraftalíkan Porters og Ansoff greiningarlíkanið.
  Þar á eftir kynnir höfundur malbikunarstöðina Hlaðbæ Colas hf., fer yfir sögu fyrirtækisins, reksturinn í grófum dráttum, ásamt starfsmannahaldi og gæðastefnu fyrirtækisins. Þar kemur m.a. fram að fyrirtækið hefur þurft að taka stóran skell af hinu svokallaða íslenska efnahagshruni en það hefur haft mikil áhrif á atvinnustarfsemi félagsins.
  Því næst notar höfundur greiningartækin til þess að greina stefnumótandi þætti fyrirtækisins. Þá eru ytri þættir greindir, svo sem ógnanir og tækifæri og svo innri þættir sem eru veikleikar og styrkleikar. Þetta er mikilvæg greining fyrir fyrirtæki til þess að stjórnendur átti sig á hvað fyrirtækið er að gera rétt og hvað betur má fara ásamt því að sjá tækifærin í ytra umhverfinu og grípa þau þegar færi gefst.
  Með PESTEL greiningu eru ytri þættir fyrirtækisins skoðaðir betur og Fimmkrafta greining Porters varpar ljósi á samningsstöðu viðskiptavina og birgja ásamt ógnanir nýrra vara og staðkvæmdarvara á markaði.
  Ansoff líkanið hjálpar stjórnendum að átta sig á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins og hvaða leiðir væru bestar fyrir fyrirtækið að fara vilji það auka umsvif sín á markaði.
  Niðurstöðurnar leiddu í ljós að malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. hefur sterka stöðu samkeppnislega séð hvað varðar gæði og sérþekkingu í atvinnugreininni en stjórnendur fyrirtækisins þurfa að huga betur að innri viðum fyrirtækisins hvað varðar starfsmenn, upplýsingarflæði og skipulagi milli deilda og starfsmanna.
  Vilji fyrirtækið auka umsvif sín og tekjur, þá gæti verið góð hugmynd að bæta við verkefnum á veturnar, til að mynda með snjómokstri, uppsetningu vegriða og málningu á götur. Einnig ætti malbikunarstöðin að skoða möguleikana í því að stækka við sig með því að festa kaup á annarri af malbikunarstöðunum á Akureyri og þar af leiðandi væru þeir komnir á nýjan markað með meiri umsvif.
  Höfundur vonar að með þessum greiningum geti fyrirtækið nýtt sér niðurstöðurnar til þess að móta stefnu fyrirtækisins með frekari hætti og aukið þar af leiðandi hagnað fyrirtækisins og farsæld.

Samþykkt: 
 • 9.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur Erlendsóttir.BS.pdf862.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna