is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17076

Titill: 
  • Breytt heimsmynd: Umfjöllun vestrænna fjölmiðla um múslíma á 21. öldinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessarri ritgerð verður fjallað um viðhorf vesturlandabúa gagnvart múslímum. Aðallega verður fjallað um seinustu áratugi og tilkomu og þróun múslíma í samfélögum Vesturlanda, og verður athyglinni beint að umfjöllun fjölmiðla gagnvart þessum ört vaxandi minnihlutahópi í Evrópu og í Norður-Ameríku. Snert verður á viðhorfi almennings gagnvart múslímum og þróun viðhorfa íbúa vestrænna ríkja gagnvart þeim. Auk þess verður fjallað um ákvarðanir og umfjallanir stjórnmálamanna og yfirvalda gagnvart múslímum, enda eru þessir þrír þættir nátengdir. Til þess að komast í botns í þessari aðgreiningu Vesturlanda og „austursins“, verða kenningar Edward Said um oríentalisma skoðaðar og reynt verður að útskýra þennan mun sem hefur myndast með hjálp orðræðukenningu Foucaults og fleiri. Fjallað verður almennt um múslíma í Evrópu, tilkomu þeirra og viðveru í evrópsku samfélagi, en rýnt verður sérstaklega í tvær þjóðir þar sem umræða um múslíma hefur verið verið áberandi á seinustu árum. Annars vegar verður fjallað um Bretland, sem á sér langa forsögu með múslímum sem nær aftur margar aldir, en hefur þó ekki farið varhluta af neikvæðri umræðu Vesturlanda gagnvart þeim seinustu ár, og hins vegar verður fjallað um Danmörku, sem var svið eins stærsta hneykslismáls seinasta áratugs er skopmyndir af Múhameð spámanni birtust í dönsku dagblaði með afdrifaríkum afleiðingum. Í ritgerðinni verður líka skyggnst vestur yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna. Fjallað verður um múslíma í Bandaríkjunum, fjölmiðlaumfjöllun um múslima fyrir og eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og hvaða áhrif atburðurinn hafði á viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart múslímum. Skoðaðir verða pólitískir öfgahópar sem eyða miklum fjármunum í rógburð gagnvart múslímum og litið verður á tengsl þeirra við fjölmiðla og annarra aðila sem almenningur leitar til um upplýsingar, og hvaða áhrif það hefur á samfélagsviðhorfið.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Egill Karlsson.pdf500.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna