en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17079

Title: 
 • Title is in Icelandic Klippt og skorið. Umskurður karlmanna, ástæður, sagan og HIV
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Klippt og skorið er heimildaritgerð um umskurð drengja og karlmanna. Við umskurð er fjarlægð forhúð karlmanns eða drengs, skorið er á taugaenda í lim karlmannsins með hugsanlega alvarlegum afleiðingum líkamlega og andlega fyrir viðkomandi og slímhúð forhúðar fjarlægð. Hver er tilgangur umskurðar fyrir drengi og karlmenn? Hvernig hefur umskurður reynst sem smit- og sjúkdómavörn? Hvaðan er þessi aðgerð upprunninn og hvernig hefur hún þróast? Hvar stendur Ísland gagnvart umskurði, þá sérstaklega drengja?
  Niðurstöðurnar eru á þá leið að umskurður á sér margar ástæður sem fara mikið til eftir viðmiði þess samfélags þar sem hann er stundaður. Í Afríku þar sem er HIV og alnæmisfaraldur þá eru vísbendingar um að með skipulögðum umskurðaraðgerðum karlmanna minnki líkurnar á HIV smitum. Aftur á móti eru mjög mismunandi skoðanir innan fræðasamfélagsins á hvort og hvernig framkvæmd og skipulag umskurðar á svo stórum vettvangi, þar að segja samfélagslegum, eigi að eiga sér stað.
  Svo virðist vera að umskurður sem hluti af trúarathöfn sé til kominn sem nokkurskonar manndómsvígsla. Seinna meir hefur umskurðurinn skapað trúarbrögðum sjálfsmynd og hópmyndun. Þróun Gyðingdóms er gott dæmi um það en það á einnig við önnur trúarbrögð.
  Ísland hefur gert umskurð stúlkubarna ólöglegan en löggjafinn talar ekki um drengi í því samhengi. Aftur á móti er það skoðun Umboðsmanns barna á Íslandi og norðurlöndunum að umskurður drengja eigi að fara fram af heilbrigðistarfsmönnum í slíku umhverfi.

Accepted: 
 • Jan 9, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17079


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Einar Andrésson-prenteintak.pdf479.14 kBOpenHeildartextiPDFView/Open