Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17080
Í ritgerðinni verður verður sýnt fram á hvernig áhrif ljósmyndasýningarinnar New Topographics: Photographs of a Man-Altered Landscape endurspeglast í verkum tveggja íslenskra samtímaljósmyndara, Bensín og Location eftir Spessa (f. 1956) og Aðflutt landslag, Ásfjall og Umhverfing eftir Pétur Thomsen (f. 1973). Sýningunni verða gerð ítarleg skil og áhrif hennar á ljósmyndasöguna skoðuð. Rýnt verður í gagnrýnin skrif listfræðinga og annarra sérfræðinga um sýninguna. Hugtakið New Topographics verður rætt meðal annars í samhengi við staðfræðiljósmyndir 19. aldar, bandaríska listræna landslagsljósmyndun um miðja 20. öld og ljósmyndabækur Ed Ruscha og svipbrigðalausa nálgun hans á ljósmyndinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
birkir.karlsson.ritgerð.pdf | 429,52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |