is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17081

Titill: 
  • Val á matvöruverslun: Hvað ræður vali neytenda á matvöruverslun?
  • Titill er á ensku Choosing a supermarket: What are the determining factors for consumers' choice of supermarket?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Val á milli matvöruverslana er orðið flóknara en það var á árum áður. Matvöruverslunum hefur fjölgað ört og vöruúrval hefur aldrei verið meira. Það er margt sem hefur áhrif á neytanda við val á hvers konar verslun og getur oft verið mjög erfitt að útskýra valið. Þó er markmið verkefnisins að reyna að komast að því hvað ræður helst vali neytandans á matvöruverslun. Fjallað verður um þær fræðilegu nálganir sem viðkoma neytendahegðun. Viðbrögð-áreitis líkanið er m.a. útskýrt en það lýsir kaupferli neytenda, hvernig áreiti frá umhverfi, þar með talið markaðsráðarnir sjö, ásamt eiginleikum kaupanda hefur áhrif á val á verslun. Gerð verður grein fyrir matvörumarkaðnum. Eftir hrunið sem varð árið 2008 hefur verð á matvörum hækkað gífurlega eða um 60% og á sama tíma hafa ráðstöfunartekjur heimila lækkað. Samt sem áður virðist neysla Íslendinga hafa aukist og heildarvelta matvörumarkaðarins aldrei verið meiri en nú.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn til að komast að því hvaða eiginleika matvöruverslana neytendur telja mikilvægasta og var sá hluti rannsóknarinnar byggður á fyrri rannsókn Muzondo og Mutandwa. Í seinni hluta rannsóknarinnar var spurt í hvaða verslun væri oftast verslað inn fyrir heimilið og hver ástæðan væri fyrir því vali. Niðurstöðurnar eru þær að sanngjarnt verð var talinn mikilvægasti eiginleiki verslunar. Lágvöruverðsverslanir eru vinsælustu matvöruverslanir landsins og meirihluti neytenda verslar oftast inn fyrir heimilið í Bónus eða Krónunni. Helstu ástæður fyrir því að velja þær eru gott verð og nálægð við heimili. Talið er að ef matvöruverslun er með sanngjarnt verð að mati neytandans og er í nágrenni við heimili verði hún að öllum líkindum fyrir valinu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð_GuðrúnNielsen_lokaskjal.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna