is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17082

Titill: 
  • Af grunni góðra verka: Stjórnun og hvatning íslenskra sjálfboðaliða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikil áskorun getur falist í að stýra hópi sjálfboðaliða og reyna margir að heimafæra þær reglur sem gilda á almennum vinnumarkaði yfir á sjálfboðaliðastarfsemi. Mikilvægt er þó að hafa hugfast að töluverður munur er á starfsmanni sem þiggur laun fyrir vinnu sína og á einstakling sem gefur tíma sinn og vinnuframlag án endurgjalds.
    Rannsókninni er ætlað að dýpka skilning á sjálfboðaliðastarfi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn með viðtölum við átta viðmælendur sem allir áttu það sameiginlegt að stýra hópi sjálfboðaliða með einum eða öðrum hætti. Markmiðið er að skoða þá þætti sem hvetja einstaklinga til að gefa af sér tíma og vinnu til góðgerðamála. Einnig er rannsókninni ætlað að varpa skýrari mynd á þætti sem stjórnendur sjálfboðaliðastarfsemi gætu nýtt sér til að auka líkur á farsælu stjórnunarstarfi. Málinu til rökstuðnings er litið til fræða á sviði frjálsra félagasamtaka sem byggja starfsemi sína á sjálfboðavinnu sem og kenninga á sviði leiðtoga- og stjórnunarfræða.
    Niðurstöður sýna að flestir sem stunda sjálfboðaliðastarf geri það af vilja til að gefa af sér og eins nefndu viðmælendur það að láta gott af sér leiða sem helsta hvatann til sjálfboðastarfs. Enn fremur komu í ljós eiginhagsmunaþættir eins og löngun eftir félagsskap, ævintýraleit, stækkun tengslanets og fleiri þættir. Þannig felst hvatinn að miklu leyti í þeim ávinningi sem sjálfboðaliðinn sjálfur fær persónulega út úr því sjálfboðastarfi sem hann innir af hendi. Samvinna og uppbyggileg samskipti milli stjórnanda og sjálfboðaliða, gagnkvæm virðing, jákvæðni og hvatning vega þungt í átt að farsælu samstarfi.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð. IDK.pdf1.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna