Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17086
Meirihluti tilkynninga sem borist hafa til barnaverndarnefnda undanfarin ár er vegna áhættuhegðunar barna. Í þessari ritgerð verður fjallað um áhættuhegðun barna, þróun hennar og gagnreynd úrræði til að sporna við slíkri þróun. Fjallað verður um þætti sem geta haft áhrif á þróun áhættuhegðunar og verndandi þætti sem hafa jákvæð áhrif og geta dregið úr henni. Auk þess verður vikið að hlutverki félagsráðgjafa er kemur að áhættuhegðun og gagnreyndum aðferðum. Úrræði sveitarfélaga voru kortlögð og flest þeirra reyndust vera gagnreynd, einnig reyndust úrræði ríkis vera gagnreynd. Þau sem voru það ekki uppfylltu ekki öll skilyrði sem þarf til að þau geti talist það. Mikill munur virtist vera á framboði úrræða milli landshluta og aðgengi að upplýsingum var ábótavant á heimasíðum sveitarfélaga.
Áhættuhegðun getur þróast snemma í barnæsku og því er mikilvægt að hafa í boði snemmbær úrræði, meðal annars foreldrastuðning sem miðar að því að bæta samskipti milli foreldra og barna með bættum uppeldisháttum. Jafnframt er mikilvægt að úrræðin séu gagnreynd og byggi á breiðum grunni fyrirliggjandi rannsókna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðrún Hanna.pdf | 861,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |