is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17087

Titill: 
  • Áhrif áfengissýki á heimilisofbeldi gagnvart börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Fjallað verður um áhrif áfengissýki á heimilisofbeldi gagnvart börnum. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort tengsl séu á milli áfengissýki og heimilisofbeldis. Farið verður yfir hvaða áhrif ofbeldið hefur á börn og hvaða stuðningur er í boði fyrir þau. Heimilisofbeldi er heilsufarsvandamál sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu þeirra einstaklinga sem fyrir því verða. Ofbeldi gegn börnum spyr hvorki um stétt né stöðu fjölskyldunnar. Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar benda til þess að tengsl séu á milli áfengissýki og heimilisofbeldis. Auk þess sýndu niðurstöður að afleiðingar heimilisofbeldis hafa neikvæð áhrif á börn og þörf er á frekari stuðningi fyrir þau.
    Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir um áhrif heimilisofbeldis í kjölfar áfengissýki hér á landi. Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar Velferðarráðuneytisins láta í ljós að í um 68% tilfella þegar lögreglan hefur verið kölluð út vegna heimilisofbeldis hefur gerandinn verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna (Velferðarráðuneytið, 2012).
    Í ljósi þess hve fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi vegna afleiðingar áfengissýki hafa fagaðilar þurft að styðjast við rannsóknir erlendis frá við vinnslu meðferðarúrræða. Eins er vitundarvakning um málaflokkinn mislangt á veg komin sem staðfestir hve mikil þörf sé á frekari rannsóknum á afleiðingum áfengissýki.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tara Lind Jónsdóttir.pdf806.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna