en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17088

Title: 
 • Title is in Icelandic Eignastýringaraðferðir Grahams og Buffetts
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessa verkefnis er að skoða í hverju eignastýringaraðferðir Benjamin Graham og Warren Buffett felast. Hvað aðgreinir þær og hvernig einstaklingar geta nýtt hugmyndir þeirra til eigin fjárfestinga.
  Benjamin Graham er einna þekktastur fyrir að vera kennari og lærifaðir Warren Buffett en einnig hefur hann verið nefndur faðir virðisfjárfestinga. Warren Buffett er einn farsælasti fjárfestir sögunnar og árangur hans í eignastýringu er einstakur. Leitast verður við að svara því hvað það er í kenningum þessara snjöllu fjárfesta sem gerir þá jafn góða og raun ber vitni og hvað einstaklingar geta nýtt úr hugmyndum þeirra. Útskýrðar eru þær aðferðir sem hvor um sig hefur notað til að ná árangri í eignastýringu og þær bornar saman.
  Þrátt fyrir að Buffett hafi alla tíð verið undir miklum áhrifum frá Graham, eru hugmyndir þeirra um eignastýringu að mörgu leyti ólíkar. Stærsti munurinn er hugsanlega sá að Graham vill vel dreifð söfn en Buffett einbeitir sér að fáum fyrirtækjum en setur hlutfallslega háar upphæðir í hverja fjárfestingu. Einnig gerir Graham ekki kröfur um stjórnendur fyrirtækja, en stjórnendur gegna lykilhlutverki í aðferð Buffetts.
  Annað sem kemur á óvart, er hversu einfaldar aðferðir þeirra virðast vera. Hugmyndir þeirra byggja á skynsemi og öguðum vinnubrögðum og þeir leggja til að fjárfestar hunsi hlutabréfamarkaðinn algjörlega, nema þegar þeim finnst hann gefa góð tækifæri. Þeir eru sammála um að veita framtíðar markaðsspádómum enga athygli. Graham lýsti leyndarmálinu um skynsamar fjárfestingar í þremur orðum „MARGIN OF SAFETY“ eða öryggisbilið og um þetta er Buffett honum sammála.
  Beiting þessara hugmynda krefst ekki mikillar stærðfræði- eða fjármálakunnáttu heldur frekar trú á eigin greiningu, þolinmæði og andlegs jafnvægis. Það er því margt í aðferðum þessara árangursríku fjárfesta sem ætti að vera vel til fallið fyrir einstaklinga að nýta í sinni eigin eignastýringu.

Accepted: 
 • Jan 10, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17088


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kári_Gunnarsson_BS_2013_2014.pdf1.11 MBOpenHeildartextiPDFView/Open