Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1709
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvernig ferlastjórnun getur lagt breytingastjórnun lið við að koma breytingum fyrir og betur en ella. Einnig er greint hvernig staðið var að innleiðingu á SAP tölvukerfinu hjá Eimskip, sérstaklega hvernig staðið var að innleiðingunni gagnvart starfsfólki.
Til þess að svara rannsóknarspurningum verkefnisins voru fræðin á bak við breytinga- og ferlastjórnun skoðuð. Þá var bæði beitt megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum. Megindlega rannsóknin var í formi spurningakönnunar á rafrænu formi. Hún var send út með tölvupósti til 45 starfsmanna sem unnið höfðu frá innleiðingu nýs hugbúnaðarkerfis hjá fyrirtækinu í tvö ár eða meira. Þessi könnun var framkvæmd með vefforritinu Outcome, sem er í eigu Outcome hugbúnaðar ehf. Eigindlega rannsóknin byggðist upp á tveimur viðtölum við starfsmenn sem unnið höfðu að innleiðingu SAP hugbúnaðarkerfisins.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þegar eiga sér stað breytingar í fyrirtækjum ættu fyrirtæki að nýta sér ferlastjórnun. Ef ferlasjtórnun er beitt rétt getur það fært breytingastjórnun lið á þann hátt að þegar breytingar eiga sér stað þá er búið að útbúa feril yfir breytinguna þannig að starfsmaður á auðveldara með að vinna sig í gegnum þá breytingu sem orðið hefur. Vel hannaðir ferlar leiða til jákvæðara viðmóts starfmanna til breytinga. Vinna þarf að kröftugum kynningarferlum samfara breytingunum.
Innleiðing á SAP hugbúnaðarkerfi hjá Eimskip er viðamikið verkefni og krefst mikils undirbúnings. Í innleiðingu verður að huga vel að starfsfólki og ekki má gleyma hagsmunum, áhuga og viðhorfi starfsmanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Arndís Aradóttir.pdf | 1.99 MB | Opinn | Breytinga-og ferlastjórnun. Innleiðing á SAP hugbúnaðarkerfi hjá Eimskip-heild | Skoða/Opna |