is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17094

Titill: 
  • Umfjöllun fjölmiðla um fangelsismál 2004 til 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna umfjöllun Fréttablaðsins og Morgunblaðsins um fangelsismál á árunum 2004 til 2012. Unnið var við ritgerð þessa á tímabilinu september til desember árið 2013 og er hún 12 eininga lokaverkefni við Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Greindar voru 866 greinar í blöðunum tveimur úr gagnasafni tímarit.is og mbl.is. Leitast var eftir að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hefur umfjöllun fjölmiðla um fangelsismál breyst eftir efnahagshrunið? Hvað er helst fjallað um í fjölmiðlunum tveimur um fangelsismál? Er munur á umfjöllun Morgunblaðsins og Fréttablaðsins? Er umfjöllunin jákvæð, neikvæð eða hlutlaus? Rannsóknaraðferðin var megindleg og eigindleg ásamt innihaldsgreiningu á umfjöllun fjölmiðlana.
    Gerð verður grein fyrir fangelsismálum á Íslandi, starfi félagsráðgjafans innan réttarvörslukerfisins og áhrifum fjölmiðla á viðhorf almennings. Helstu niðurstöður gefa það til kynna að umfjöllun fjölmiðlana hefur ekki mikið breyst eftir efnahagshrunið ásamt því að lítill munur var á umfjöllun blaðanna. Helst var fjallað um þörf á nýju fangelsi, aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnvalda í fangelsismálum, úrræði og aðbúnað fanga ásamt aðbúnaði fanga í gæsluvarðhaldi. Á heildina litið var umfjöllun frekar neikvæð heldur en jákvæð.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_Fríða Kristín H og Ragnheiður V.pdf866,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna