is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17098

Titill: 
  • „Við erum bara mannauðurinn.“ Áherslur og aðferðir fyrirmyndarfyrirtækja í mannauðsmálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni var leitast eftir að fá innsýn inn í þær leiðir sem fyrirmyndarfyrirtæki VR fara í mannauðsmálum til að ná góðum árangri. Á hverju ári tekur fjöldi fyrirtækja þátt í könnun VR á fyrirmyndarfyrirtæki ársins þar sem skoðuð er ánægja starfsmanna með ýmis atriði innan fyrirtækis síns. Í þessari rannsókn verða hins vegar mannauðsmálin skoðuð út frá sjónarhorni stjórnenda.
    Markmið rannsóknarinnar er að skoða áherslur og aðferðir fyrirtækja í mannauðsmálum sem hlotið hafa titilinn fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru níu hálfopin viðtöl við stjórnendur innan þessara fyrirtækja í flokki stærri fyrirtækja. Ákveðið var að skoða eingöngu fyrirmyndarfyrirtæki 2013 til að fá betri innsýn inn í hvernig staðið er að mannauðsmálum í dag.
    Helstu niðurstöður eru þær að fyrirmyndarfyrirtækin leggja áherslu á að hafa hæfa stjórnendur innan fyrirtækjanna. Einnig er lögð áhersla á að jafnræði ríki á meðal starfsmanna sama hvaða starfsheiti þeir bera. Umhyggja er borin fyrir starfsmönnum og samheldni einkennir andrúmsloft fyrirtækjanna þar sem starfsmönnum er meðal annars boðið upp á ýmiss konar hópefli. Áhersla er lögð á að hrósa starfsmönnum og hlusta á skoðanir þeirra til að vinna að umbótum. Þegar kemur að aðferðum fyrirmyndarfyrirtækjanna nýta fyrirtækin sömu aðferðir að einhverju leyti en samt er áherslumunur í mörgum tilfellum. Öll fyrirtækin eru með móttökuferli fyrir nýja starfsmenn sem og starfsmannasamtöl fyrir starfsmenn. Flest fyrirtækin nýta hvatningu og veita starfsmönnum endurgjöf, gefa starfsmönnum tækifæri til starfsþróunar, nýta þarfagreiningu til fræðslu, bjóða upp á starfslokasamtal og nota frammistöðumat. Mótaða starfsmannastefnu má finna hjá öllum fyrirtækjunum nema einu og starfsmannahandbók er til staðar hjá sex fyrirtækjum af níu.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf713.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna