is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1710

Titill: 
  • Lífeyrissjóðirnir : yfirfærsla úr hlutfallssjóði í stigasjóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Öllum launþegum er skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með því að greiða í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri, eða frá því að þeir fara út á vinnumarkaðinn, og þar til þeir verða 70 ára. Þau réttindi sem hægt er að ávinna sér eru mjög sambærileg á milli lífeyrissjóða, en þó er nokkur munur á þeim kerfum sem lífeyrissjóðirnir starfa eftir.
    Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða flutning úr lífeyrissjóðum sem starfa sem hlutfallssjóðir, yfir í lífeyrissjóði sem starfa sem stigasjóðir og þá með áherslu á valda þætti sem varða eftirlaun, makalífeyri, barnalífeyri og örorkulífeyri.
    Skoðaðar voru samþykktir lífeyrissjóðanna og greindur munur á ofangreindum þáttum. Auk þessa voru skoðuð tvö tilbúin dæmi um stöðu launþega sem fluttur er úr hlutfallssjóði yfir í stigasjóð.
    Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að launþegar skoði vel þann lífeyrissjóð sem þeir ætla að greiða í eftir flutninginn. Hver einstaklingur þarf að meta stöðu sína, meðal annars með hliðsjón af því hvort um er að ræða barnafjölskyldu og á hvaða aldri launþeginn er þegar yfirfærslan á sér stað, og velja síðan þann lífeyrissjóð sem kemst næst þörfum hans.
    Það liggur fyrir að réttindi í hlutfallssjóðum eru betri heldur en í stigasjóðum, og þá aðallega réttindi á eftirlaunum og makalífeyri, þannig að skerðing á sér stað í flestum tilfellum við flutninginn.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 17.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni Lífeyrissjóðir.pdf961.03 kBLokaðurLífeyrissjóðir. Yfirfærsla úr hlutfallssjóði í stigasjóð-heildPDF
Lífeyrissjóðirnir-útdráttur.pdf43.24 kBOpinnLífeyrissjóðirnir - útdrátturPDFSkoða/Opna
Lífeyrissjóðirnir - Efnisyfirlit.pdf26.55 kBOpinnLífeyrissjóðirnir - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Lífeyrissjóðirnir-Heimildaskrá.pdf27.36 kBOpinnLífeyrissjóðirnir - heimildaskráPDFSkoða/Opna