is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17114

Titill: 
  • Áhrif uppgjörskröfu lífeyrissjóða á verðtryggða vaxtarófið
  • Titill er á ensku Impact of actuarial assessments of pension funds on the indexed yield curve
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessar ritgerðar er að rannsaka hreyfingar á íslenska verðtryggða vaxtarófinu. Það samanstendur af fjórum skuldabréfum sem útgefin eru af Íbúðalánasjóði og eru í daglegu tali kölluð íbúðabréf. Rannsóknin nær yfir tímabilið 2004-2012 og er framkvæmd með tölfræðilegum aðferðum. Ritgerðinni er ætlað að svara því hvort hreyfingar verðtryggða vaxtarófsins hérlendis séu með öðrum hætti en almennt gerist erlendis. Jafnframt er leitast við að skýra af hverju þessar hreyfingar eru með öðrum hætti hér á landi og er þá aðallega skoðað hvort ástæðan liggi í reglum um tryggingafræðilega athugun íslenskra lífeyrissjóða. Við skoðun á rannsóknum á erlendum vaxtarófum kom ljós að höfuðásagreining (e. principal component analysis) er sú aðferð sem er mest notuð í slíkum rannsóknum. Niðurstöður meirihluta þeirra eru að þrír meginþættir skýri megnið af hreyfingum vaxtarófa, en þessir þrír þættir eru túlkaðir sem hliðrun (e. level), halli (e. slope) og sveigja (e. curvature). Höfuðásagreining var framkvæmd á verðtryggða vaxtarófinu og voru niðurstöður þær að þessir þrír ofangreindir þættir útskýra yfir 99,9% af dreifninni í gögnunum og þar af sá fyrsti um 95,3% og því hægt að segja að þær séu í takt við niðurstöður rannsókna á erlendum vaxtarófum. Roger Lord og Antoon Pelsser birtu hins vegar rannsókn sína árið 2004 þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu að höfuðásagreining á vaxtarófum muni alltaf gefa sambærilega niðurstöðu þegar fylgnifylki gagnanna hefur ákveðna uppbyggingu. Þessi uppbygging virðist jafnan koma fram í gögnum vaxtarófa og því erfitt að taka niðurstöður höfuðásagreiningarinnar alvarlega. Af þessum sökum var smíðað nýtt líkan sem snýst um finna þann stika sem gerir fjárfestingu í íbúðabréfum jafnsetta út frá tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóða og bera hann svo saman við 3,5% uppgjörskröfu lífeyrissjóða. Niðurstaðan úr mati á nýja sérsniðna líkaninu var sú að stikinn er 3,67% sem bendir til þess að áhrif uppgjörskröfunnar séu til staðar enda er stikamatið nokkuð nálægt 3,5% viðmiðinu. Það eru því vísbendingar um að íslenska verðtryggða vaxtarófið hreyfist með öðrum hætti en almennt gerist erlendis og að reglur um tryggingafræðilega athugun lífeyrissjóða hafi þar áhrif.

Athugasemdir: 
  • Hagfræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að ritgerð þessari til 15.8.2015.
Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerd_Dadi Kristjansson.pdf927.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna