is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17115

Titill: 
  • Dreptu mig aftur, elskan. Himna, skurn, skógur. Leikrit og ljóðahandrit
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Dreptu mig aftur, elskan er handrit að leikriti. Þetta er skuggaleg ástarsaga í þremur þáttum. Kona og Karl eru stödd á heimili sínu í þvottahrúgum og viðhaldi á húsi. Útvarpstækið glymur reglulega, sendir fyrirskipanir um daglegar athafnir og þau bíða eftir að pósturinn sendi þeim bréf eða pakka til að brjóta upp endurtekningu hversdagslífsins. Annar maður er staddur á heimili þeirra en hann hefur annað í huga en að þvo þvott eða gera við borðstofusettið. Heimurinn er ekki samur, það hefur eitthvað gerst sem hreinsaði burt fegurðina. Minningar um það sem var áður fyrr eru á huldu. Annar maður gerir tilraun til þess að segja áhorfendum sögu Konu og Karls, og komast að því af hverju það er svona illa fyrir þeim komið, en hann á í miklum erfiðleikum með að muna söguna. Minnið er kvikult og leitast eftir því að endurtaka fortíðina. En er það mögulegt? - Mahalia Jackson syngur: I’m on way to Canaan Land. Spurningin er hins vegar: Á hvaða leið eru Kona og Karl? Það stendur alla vega til að halda matarboð og Evu Braun er boðið til kvöldverðar.
    Himna, skurn, skógur er ljóðahandrit þar sem röddin fetar sig um fíngerðan stíg skynjunar frá degi til nætur. Í skóginum er hús. Það gleymdist að setja þak á húsið og gólffjalir eru lausar. Undir einni fjöl er falið hvítt fuglsegg. Í draummyndum rekast saman lífsvilji og dauðahvöt sem tengjast órjúfanlegum böndum í sköpunarferlinu. Frá tunglsjúkri bækistöð skógarins er kallað á tungumáli innvígðra: komdu.

Samþykkt: 
  • 11.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Soffía Bjarnadóttir,MA-ritlist, Dreptu mig aftur, elskan & Himna, skurn, skógur, 2014.pdf493.69 kBLokaður til...10.01.2064HeildartextiPDF