Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17118
Þessi greinargerð er lokaverkefni mitt til meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Verkefnið er metið til 30 ECTS eininga.
Lokaverkefni mitt, Miðstöðvar og mangarar í Breiðafirði, er tillaga að hönnun, handriti og framkvæmd skiltasýningar um sögu verslunar og valda í Breiðafirði frá 13. öld og þar til einokunarverslun Dana hófst í byrjun 17. aldar. Verkefnið er hluti af stærra rannsóknarverkefni í Háskóla Íslands, Sögu Breiðafjarðar. Forsvarsmenn þess verkefnis eru, meðal annarra, sagnfræðingarnir Sverrir Jakobsson og Helgi Þorláksson.
Miðstöðvar og mangarar er skiltasýning sem meiningin er að verði dreift víðsvegar um Breiðafjarðarsvæðið, á valda sögustaði. Efni sýningarinnar er saga verslunar á áðurgreindu tímabili, með áherslu á þátt þýskra og enskra kaupmanna í þeirri sögu. Einnig er greint frá samskiptum hinna erlendu kaupmanna við Íslendinga á svæðinu, einkum valdamenn.
Í greinargerðinni er vinnuferli verkefnisins rakið og tillögur að hönnun, handriti og framkvæmd sýningarinnar kynntar. Auk þessa er fjallað um fræðilegar forsendur verkefnisins, svo sem í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu og hönnun sýninga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-verkefni_Tryggvi Dór_Loka.pdf | 1,88 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |