Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17132
Í þessari ritsmíð er fengist við þróun strákastelpuhlutverksins í barna- og unglingabókum frá 19. öld. Í því skyni er sjónum beint að eftirtöldum persónum bóka sem hafa verið þýddar á íslensku: Kapitola í The Hidden Hand eftir E.D.E.N. Southworth; Jóa March í Little Women eftir Louisa May Alcott; Georgína/Georg í Fimmbókunum eftir Enid Blyton; og ónefnda prinsessan í bókum Per Gustavsson.
Georgína er miðdepill athyglinnar og er ítarlegasta greiningin á strákastelpuhlutverkinu í kafla sem er helgaður henni og höfundi hennar, enda er Georgína meginástæða þess að strákastelpur eru rannsóknarefni ritsmíðarinnar.
Georgína er í stöðugum átökum við umhverfi sitt, eins og aðrar strákastelpur. Með því að draga átök milli samfélags og strákastelpna fram í dagsljósið er sýnt fram á hvaða mótlæti þær mæta. Þá er því haldið fram að í átökum strákastelpu og samfélags verði til málamiðlun, sem einnig má líta á sem díalektíska þróun, þar sem rammi kvenhlutverksins rýmkar.
Ástæða er til að ætla að strákastelpur í bókmenntum eigi að sýna fram á úrelt kynhlutverk og helst útvíkka það svo um munar. Breyting á kynhlutverkum er þó ekki, hvorki í raunverulega heiminum né heimi skáldsögunnar, auðsótt mál.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA.ritgerð.BáraMagnúsd.pdf | 731,67 kB | Lokaður til...15.01.2134 | Meginmál | ||
MA.ritgerð.BáraMagnúsd_titilsida .pdf | 46,02 kB | Lokaður til...15.01.2134 | Titilsíða | ||
MA.ritgerð.BáraMagnúsdforsida .pdf | 84,29 kB | Lokaður til...15.01.2134 | Forsíða |