is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17136

Titill: 
  • Auðsöfnun og áratog. Kaupmennska og útgerð í Breiðafirði á fyrstu áratugum fríhöndlunar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Einokunarverlsun Dana var aflétt á Íslandi með löggjöf árið 1786. Íslendingum gafst þá kostur á að stunda verslun á ný. Íslenskum kaupmönnum fjölgaði ört næstu árin en fyrst um sinn voru þeir dönsku enn töluvert fjölmennari. Á fyrstu áratugum fríhöndlunarinnar efldist íslenska kaupmannastéttin víða um land. Í Breiðafirðinum sóttust kaupmenn eftir aðgangi að fiskihöfnunum og höfðu gert það í aldir. Hafnirnar í Breiðafirðinum voru fjórar; Flatey, Stykkishólmur, Ólafsvík og Grundarfjörður. Breiðafjarðarsvæðið einkennist af greiðu aðgengi að sjó, töluverðri byggð á Breiðafjarðareyjum og háum fjöllum og fjallgörðum víða við fjörðinn. Samgöngur voru því fyrst og fremst á sjó og skiptu sköpum fyrir flesta Breiðfirðinga. Verslunin var að mestu leyti háð sjósamgöngum vegna þess að landleiðir voru oft á tíðum illfærar og langt á milli staða. Kaupmenn þurftu því að eiga skip til að standa undir rekstri sínum en samhliða gátu þeir einnig stundað útgerð. Stutt var á miðin í Breiðafirðinum og kaupmenn nýttu skip sín til sjósóknar. Kaupmennska og útgerð tengdust því fljótlega sterkum böndum í Breiðafirðinum. Margar helstu verstöðvar fjörðinn voru með þeim stærstu á landinu. Breiðfirskir kaupmenn nýttu sér það og brátt tókst sumum þeirra að komast yfir auðæfi sem vart áttu sér hliðstæðu í Íslandssögunni. Skreiðin var verðmætasta útflutningsvara Íslendinga og það notfærðu kaupmennirnir sér til hins ítrasta. Þeir sigldu sjálfir með hana á markaði við Miðjarðarhafslöndin og komu með afraksturinn heim til Breiðafjarðar. Auðinn notuðu þeir síðan til að efla iðnað og verslun á kaupsvæðunum.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristbjörn Helgi.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna