is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17140

Titill: 
  • Gúglið það! Upplýsinga- og samskiptatækni, spjaldtölvur og íslenskukennsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er fjallað um upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi með sérstöku tilliti til íslenskukennslu. Hugtakið er vítt og gjarnan notað sem yfirheiti yfir tæki, tækni og aðferðir við upplýsingavinnslu. Í verkefninu er annars vegar skoðuð forsaga upplýsinga- og samskiptatækninnar og menntastefnu stjórnvalda í þessum málaflokki gerð skil. Hins vegar er leitað svara við þeirri spurningu hvort upplýsinga- og samskiptatækni henti við íslenskukennslu á unglingastigi og þá sérstaklega hvort notkun spjaldtölva sé gagnleg. Rýnt er í spjaldtölvuna, skoðaðir mögulegir kostir hennar og gallar í skólastarfi. Fjölbreyttar fræðikenningar um nám og kennslu hafa verið settar fram og margvíslegar kennsluaðferðir iðkaðar sem gætu stutt notkun upplýsingatækni í íslenskukennslu og í almennri kennslu. Námsgreinin íslenska er til nánari umfjöllunar og því tengt er talið upp efni, umræðuhópar, vefsíður, námsvefir og rafbókabúðir þar sem finna má greinar, efni og fróðleik fyrir nemendur og kennara og aðra sem hafa áhuga á upplýsingatækninni. Nokkur öpp og forrit eru útlistuð í því augnamiði að sýna hvernig þau gætu hentað til íslenskukennslu á unglingastigi og stuðlað að því að nemendur nái þeim hæfniviðmiðum sem tiltekin eru í gildandi aðalnámskrá.
    Niðurstaðan er að námsgreinin íslenska á góða samleið með upplýsinga- og samskiptatækni. Tæknin, upplýsingaaðgengi og tæki eins og spjaldtölva með sínum möguleikum, öppum og forritum, hentar vel til íslenskukennslu og getur átt þátt í því að nemendur nái við lok 10. bekkjar þeim hæfniviðmiðum sem kveðið er á um í gildandi aðalnámskrá.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guglid_thad_Sif_Thrainsdottir.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Guglid_thad-Sif_Thrainsdottir.epub303.57 kBOpinnepubepubSkoða/Opna
Guglid_thad-Sif_Thrainsdottir.mobi336.11 kBOpinnmobimobiSkoða/Opna