Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17146
Þessi ritgerð fjallar um dægurlagatexta Jónasar Árnasonar. Einkum er leitast við að svara tveimur rannsóknarspurningum: Hvernig dægurlagatextaskáld var Jónas Árnason og hvaða mynd birta dægurlagatextarnir af íslensku samfélagi og samtíma skáldsins? Jónas var góður textahöfundur og reyndi eftir fremsta megni að halda í íslensk bragform. Hann notaðist nær alltaf við stuðla og höfuðstafi og sjaldséðir eru textar eftir hann sem ekki ríma. Jónas var afkastamikill textasmiður og á öruggan stað í íslenskri alþýðumenningu og mun gera lengi enn.
Í ritgerðinni er fjallað um ævi Jónasar og samstarf hans við bróður sinn, Jón Múla Árnason. Gerð er grein fyrir skilgreiningum og kenningum um þá hugmyndafræði sem oft má lesa úr textum og tengjast ríkjandi menningu og samfélagsástandi. Í ritgerðinni eru tekin fyrir tvö helstu yrkisefni Jónasar, sjómennska og heimur barna. Dægurlagatextar hans um þessi tvö efni sýna samfélagið og menninguna sem hann lifði og hrærðist í. Jónasi tókst oft að bregða upp lifandi myndum af því lífi sem lifað var á Íslandi og beitt þar óspart innsæi sínu og kímni. Ekki var heldur langt í gagnrýni hans á ýmislegt sem honum þótti miður fara í íslensku samfélagi eins og hér er rakið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JónasÁrna.BA.docx. lokagerð.pdf | 318,5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |