is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17148

Titill: 
 • Straumur í æðum. Rafvæðing Íslands með tilliti til verka sjálfmenntaðra manna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er farið yfir rafvæðingu Íslands. Skoðað er hvernig rafvæðingin hefst og hversu langan tíma hún tók. Byrjað er á að skoða hvernig þekking á rafmagni þróast frá Forn-Grikklandi til 19. aldar. Einnig er skoðað hvernig rafvæðing fer fram í Bandaríkjunum með áherslu á vinnu Thomas Edisons, Nikola Tesla og George Westinghouse.
  Farið er yfir sögu rafvæðingar á Íslandi frá komu Frímanns Arngrímssonar til landsins og þar til rafveitur fara að hasla sér völl. Skoðaðar eru ástæður þess að virkjun fossa Íslands hefst í raun ekki fyrr en á öðrum áratugi 20. aldar, jafnvel þó að hugmyndir um virkjanir hafi verið farnar af stað allt að 30 árum fyrr með komu Frímanns til landsins.
  Notast er við kenningu um áhættuhræðslu til að skýra tregðu Íslendinga til að virkja. Ásamt kenningu um tækninauðhyggju sem notuð er til að sýna fram á hvers vegna stórt miðlægt vatnsaflskerfi varð fyrir valinu í rafvæðingu landsins, í stað annarra kerfa sem hefðu getað hentað jafnvel ef ekki betur.
  Skoðað er hvaða áhrif sjálfmenntaðir menn höfðu á sveitarafvæðinguna.
  Skoðað er verk þessara manna og reynt að finna út hvað dreif þá áfram í vinnu sinni með því að nota kenningu Edward L. Deci um eðlislæga hvatningu. Kenningin er notuð til að greina hvort eitthvað hafi verið innra með þeim sem hvatti þá áfram í því sem þeir tóku sér fyrir hendur.

Samþykkt: 
 • 16.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Straumur í æðum Tinna Guðbjartsdóttir.pdf3.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna