Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17157
Í þessari ritgerð verður gert grein fyrir sambandi ljósmyndunar og fútúrisma. Í Evrópu við upphaf 20. aldarinnar spruttu upp ýmsar lista og menningarhreifingar. Þar á meðal voru expressjónismi, kúbismi, dadaismi, súrrealismi og umræddur fútúrismi. Fútúrismi er ein mikilvægasta lista og menningarhreyfing í sögu Ítalíu. Það sem einkenndi fútúrisma var í stuttu máli andóf á fortíðinni og ást á framtíðinni. Fútúristarnir heilluðust af vélum og hraða, þeir vildu endurskilgreina listina í heild sinni og töldu sig þannig vera boðbera nútímans. Bragaglia bræður sáu í fútúrisma tækifæri fyrir sínar ljósmyndir, kallaðar Fotodinamiche, samkvæmt þeim pössuðu þær einkar vel að kenningum fútúristanna um hreifingu. Fútúristarnir afneituðu hins vegar tilraunum Bragaglia og ljósmyndun sem listformi. Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir því afhverju þeri gátu ekki sér ljósmyndun sem hentugan miðil og með því, sýna fram á hvernig fútúrisminn var í raun ekki svo framsækinn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ítalska Kamilla Gylfadóttir.pdf | 797,2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |