is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17160

Titill: 
 • Titill er á frönsku Comment traduire l’écriture d’Annie Ernaux sans la trahir? Étude et traduction de La Place d‘Annie Ernaux
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hefur vakið athygli fyrir sérstakan ritstíl sinn og verk sem hún flokkar sem „sjálfs-félags-ævisögur“ (fr. auto-socio-biographies). Hún lýsir stíl sínum sem flötum ritstíl (fr. écriture plate). Með því á hún við að í frásögninni er einblínt á atburði og það sem sagt var en tilfinningum og skoðunum haldið í lágmarki. Meginuppstaða þessarar ritgerðar er íslensk þýðing, undir heitinu Staðsetningar, á einu af verkum Annie Ernaux, La Place, þar sem hún rekur ævi föður síns. Í greinargerð um verkið er lögð áhersla á flatan ritstíl Annie Ernaux sem hún segist beita til að komast hjá því að svíkja félagslegan bakgrunn föður hennar.
  Í ritgerðinni er leitast við að skoða hvort og þá hvernig höfundurinn kemst hjá þessum svikum og jafnframt á hvaða hátt hinn flati ritstíll styður við efnisval hennar, þ.e. lífshlaup föður hennar og þá samfélagslegu og menningarlegu stéttaskiptingu sem hann bjó við. Það er þó ekki einungis stéttaskipting föðurins sem höfundur fjallar um, heldur einnig sú fjarlægð sem myndaðist á milli hennar sjálfrar og föður hennar, sem á ákveðinn hátt er einnig túlkuð sem stéttaskipting. Verkið er greint með hugtök franska félagsvísindamannsins Pierre Bourdieu til hliðsjónar, en hann var mikilvirkur samfélagsrýnir sem setti fram kenningar um samfélagslegan og menningarbundinn ójöfnuð og misrétti sem á margan hátt eru líkt og vísindalegt bakbein í skrifum Ernaux. Í lok greinargerðar er fjallað um þýðinguna á verkinu og eru dregin fram í dagsljósið nokkur atriði sem ollu erfiðleikum í þýðingarferlinu og útskýrt hvernig leyst var úr þeim. Gegnumgangandi þráður í greinargerðinni eru svikin sem Annie Ernaux fjallar um og leitast er við að svara þeirri spurningu hvort hægt sé að þýða La Place án þess að svíkja frumtextann og höfund hans.

 • Útdráttur er á frönsku

  L‘écrivaine française Annie Ernaux s‘est distinguée par son style d‘écriture particulier et ses œuvres qu‘elle décrit comme « auto-socio-biographiques ». Elle a qualifié son style d´ « écriture plate ». La narration consiste des faits et de ce qui a été dit, sans montrer l’émotion ou l’affect. La matière de ce mémoire est une des œuvres d’Annie Ernaux, La Place, où l’auteure raconte la vie de son père. Elle s’y sert de l´écriture plate, selon elle-même, pour éviter la trahison du milieu social de son père. Le présent travail cherche à comprendre si, et alors comment, l’auteure réussit à ce travail.
  Le mémoire consiste en deux parties. D’une part l’œuvre a été traduite en islandais sous le titre « Staðsetningar ». D’autre part il s´agit d´une étude de l’œuvre ou l’accent est mis sur l’écriture plate et de la façon dont ce style soutient le sujet de l’auteure : la narration de la vie de son père, l’inégalité sociale et culturelle qu’il a subie et la distance de classe. Parallèlement à l´attention qu´elle porte à la distance de classe du père, Ernaux discute la distance entre elle-même et son père. Les théories du sociologue français, Pierre Bourdieu, sont convoquées pour déchiffrer les aspects sociologiques de l’écriture d’Annie Ernaux. Les concepts « habitus », « champ » et « capital » s´avérant particulièrement utiles aussi bien que sa méthode générale de travail. Finalement, le dernier chapitre de notre discussion porte sur la traduction de l’œuvre. Les problèmes rencontrés au cours du travail sont déterrés et les solutions de la traduction présentées. Le fil rouge du mémoire est la trahison dont Annie Ernaux a témoigné mais il y est question également de répondre à la question de savoir s’il est possible de traduire La Place sans trahir le texte français et, par là même, son auteure.

Samþykkt: 
 • 17.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LovisaOspHlynsdottir.pdf487.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna