Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17167
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þau vandamál sem unglingar með þroskahömlun geta glímt við, með áherslu á vímuefnanotkun. Rannsóknin skiptist í tvennt, annars vegar voru gögn frá meðferðarstöðinni Stuðlum skoðuð út frá greind og áhættumati. Seinni hluti rannsóknarinnar fól í sér viðtöl við fjóra fagaðila um málefni unglinga með þroskahömlun sem eiga einnig við önnur vandamál að stríða, til dæmis vandamál á borð við vímuefnamisnotkun, hegðunarerfiðleika og aðra áhættuhegðun. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að ungmenni með þroskahömlun sem hafa farið á Stuðla eru líklegri til að hafa átt við vímuefnavanda að stríða en önnur ungmenni sem hafa farið á Stuðla. Nánar tiltekið voru þau ungmenni sem mældust með undir 70 í greindartölu líklegri til að hafa misnotað vímuefni en þau sem voru með 70 eða yfir í greindartölu af þeim sem höfðu verið í meðferð á tilteknu tímabili. Svo virðist því sem þroskahömlun sé áhættuþáttur varðandi vímuefnaneyslu og afbrotahegðun. Niðurstöður benda jafnframt til þess að meðferð og stuðningur við unglinga með þroskahömlun ætti að vera sértækari og á annan hátt en fyrir unglinga sem ekki eru með þroskahömlun og miðast betur við þeirra getustig.
Lykilorð: unglingar, vímuefnaneysla, meðferð, lág greind, þroskahömlun.
The aim of this study is to shed a light on the problems that adolescents with intellectual disabilities may be applied to, focusing on drug abuse. The study is divided into two parts, the first place the data from on of the treatment centers in Iceland, Stuðlar, with examining intelligence on the one hand and the risk on the other hand. The other part of the study turned to interviews and were four interviews conducted with professionals in the field of adolescence or intellectual disabilities. The aim of that part, amongst other subjects was to discuss problems such as drug abuse, behavioral problems and other risk behavior among adolescence with intellectual disabilities. The main results demonstrated that treatment for adolescents with intellectual disabilities should be conducted differently than for their non disabled peers. Furthermore, the data from the treatment center shows us that drug abuse would be more common if the individual scored lower than 70 on the IQ test, compared to those who scored 70 or over at the given time. Thus, intellectual disability seems to be a risk factor for drug abuse and criminal conduct.
Keywords: adolescents, drug abuse, treatment, low intelligence, IQ, intellectual disability.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA Ásgeir Pétursson.pdf | 1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkefnið er tímabundið læst að beiðni Vísindasiðanefndar. Hafa má samband við höfund ef óskað er eftir aðgangi.