Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/17168
Fuji er hæsta fjall Japan og hefur í aldanna rás verið viðfang trúar, dýrkunar og fjölmargra listaforma. Með þessari ritgerð er ætlunin að leita svara við því hvernig Fuji öðlaðist stöðu sína í japanskri menningu og hvernig það hefur þróast frá trúartákni yfir í að vera þjóðartákn á tuttugustu öld. Í þeim tilgangi verður litið til mótunar og lögunar fjallsins með tilliti til jarðfræðilegra upplýsinga, skoðað hvernig náttúrufyrirbrigði geta orðið hluti af menningu auk þess sem skoðað verður hvernig Fuji varð hluti af japanskri trú. Þar á eftir eru birtingarmyndir Fuji fjalls í listum á Tokugawa tímabilinu (1603– 1867) skoðaðar sem og þau áhrif sem þær höfðu á mótun Fuji sem þjóðartákns Japan á Meiji tímabilinu (1868–1912). Í lokin verða síðan skoðaðar ýmsar birtingarmyndir Fuji á Taishō (1912–1926) og Shōwa (1926–1989) tímabilunum, meðal annars á frímerkjum, peningaseðlum og einnig hvernig tákmynd Fuji var notuð sem áróðurstól í heims- styrjöldinni síðari, en öðlast endurnýjun lífdaga við lok hennar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
asgrimur-fannar-asgrimsson-fuji.pdf | 3,48 MB | Open | Heildartexti | View/Open |