is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1717

Titill: 
  • Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er skýrsluhöfundur að rannsaka hvort greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs sem er í boði fyrir lántakendur skili tilætluðum árangri. Hvort lausn sé í láni, skiptir það lántakendur Íbúðalánasjóðs máli hvort aðstoð eins og greiðsluerfiðleikar sé í boði eða ekki. Íbúðalánasjóður er sjálfstæð ríkisstofnun sem veitir einstaklingum, sveitafélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og byggingarframkvæmda. Greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs er þjónusta sem er í boði fyrir alla lántakendur sjóðsins sem eru í greiðsluvanda. Úrræði sem eru í boði eru skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum, lenging á lánstíma og samningar. Skilyrði fyrir aðstoð er að greiðsluerfiðleika stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða af öðrum ófyrirsjáanlegum atvikum. Íbúðalánasjóður er í samstarfið við Ráðgjafarstofu heimilanna, banka og sparisjóði við vinnslu á úrlausn greiðsluerfiðleikamála. Lántakendur sækja um þessa þjónustu til samstarfsaðilana þeir koma með tillögu að úrlausn sem er send til lokasamþykktar hjá Íbúðalánasjóði. Gerð var grein fyrir öllum helstu þáttum sem varða greiðsluerfiðleikaaðstoðina eins og fjölda umsókna, ástæður umsókna, búsetu, aldri umsækjenda, heildarvanskilum svo eitthvað sé nefnt. Sjá má á öllum þáttum að þær sviptingar sem hafa verið á lánamarkaði frá árinu 2004, þegar bankar og sparisjóðir komu inn á markað og buðu upp á hagstæð íbúðarlán hafði þau áhrif að fækkun var á umsóknum og vanskil náðu algjöru lágmarki. Loka niðurstaða rannsóknarinnar var sú að árið 2007 voru 79% af þeim sem sóttu um greiðsluerfiðleikaaðstoð í skilum með sín lán og hafði sá hlutur aukist úr 70% árið 2002. Má það teljast vel ásættanlegt fyrir Íbúðalánasjóð að greiðsluerfiðleikaúrræði skili árangri upp á 79%. Telur skýrsluhöfundur að lausn sé í láni og það skipti lántakendur Íbúðalánasjóðs máli að greiðsluerfiðleikaúrræði séu í boði.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 21.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íbúðalánasjóður-loka.pdf282.12 kBLokaður"Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs"-heildPDF
Efnisyfirlit.pdf22.63 kBOpinn"Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóð"- efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildarskrá.pdf28.8 kBOpinn"Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóð"- heimildarskráPDFSkoða/Opna