is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17174

Titill: 
  • Varist eftirlíkingar! Eða hvað? Endurtekning og eftirlíking í japanskri menningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar rýnt er í japanska menningu er ljóst að erlendra áhrifa gætir víða og hafa Japanir fengið það orð á sig að búa yfir sérstakri færni í því að líkja eftir öðrum og bæta um betur. Hafa þeir í kjölfarið fengið á sig ákveðinn „hermikráku stimpil“ sem felur í sér neikvæðar skírskotanir. En að baki stimplinum liggja flóknar ástæður. Í hefðbundnu japönsku kennsluumhverfi er rík áhersla lögð á endurtekningu og eftirlíkingu með það að markmiði að ná völdum á réttri tækni. Hefðin að líkja eftir endurspeglast í mörgum þáttum japansks samfélags og þá sérstaklega í hefðbundnum japönskum listgreinum og nýsköpun. Tilgangurinn með þessari ritgerð er að varpa ljósi á þær útbreiddu vestrænu hugmyndir sem ríkja um eftirlíkingar í Japan og gera grein fyrir þeim samfélagslegu gildum og hefðum sem liggja þar að baki. Farið verður ofan í saumana á þeim hugtökum sem hafa ráðið ríkjum í umræðunni um eftirlíkingar og sköpun, annars vegar á Vesturlöndum og hins vegar í Japan. Þá verða samskipti japönsku þjóðarinnar við erlend ríki í gegnum söguna skoðuð þar sem rýnt verður í ástæðurnar á bakvið þann mikla áhuga sem Vesturlönd hafa sýnt færni Japana í því að líkja eftir. Einnig verður farið ítarlega í gildi endurtekningar og eftirlíkingar í hefðbundnum japönskum listgreinum. Að lokum verður japanska hópmenningin borin saman við vestræna einstaklingshyggju með tilliti til ólíkra leiða þegar kemur að sköpun og hugmyndavinnu.

Samþykkt: 
  • 20.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ValyThorsteinsdottir_lokaskil_20.januar.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna