is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1718

Titill: 
 • Eru afleiður vænlegur kostur fyrir orkufyrirtæki til áhættustýringar?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rekstur fyrirtækja getur verið áhættusamur. Sífellt harðnandi samkeppni og síbreytilegir markaðir gera það að verkum að fyrirtæki þurfa að vera í stakk búin til þess að takast á við þá áhættu sem steðjar að þeim. Áhættu er hægt að skipta upp í tvo þætti, markaðsáhættu og fyrirtækjaáhættu. Markaðsáhætta er sú áhætta sem aldrei er hægt að koma í veg fyrir að sé til staðar. Hún er hið óvænta sem getur gerst á örskotsstundu. Fyrirtækjaáhætta er hins vegar sú hætta sem hægt er að draga úr og stýra. Einföld leið til þess að draga úr fyrirtækjaáhættu er að dreifa áhættunni sem fyrirtækið þarf að kljást við á mismunandi mörkuðum. Með því minnka líkurnar á því að óheillavænlegir atburðir geti haft áhrif á fyrirtækið í heild sinni en ekki aðeins hluta þess. Sú áhætta sem steðjar að Landsvirkjun er helst í formi breytinga á vöxtum, gengi gjaldmiðla og álverði. Til að draga úr sveiflum í rekstri Landsvirkjunar vegna fyrrgreindra þátta beitir fyrirtækið virkri áhættustýringu sem meðal annars tekur mið af fjárhagsáætlun fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma.
  Áhættustýring felur í sér greiningu fjárhagslegrar áhættu Landsvirkjunar, mælingu mögulegra áhrifa hennar á rekstur, sjóðstreymi og efnahag og framsetningu aðgerðaáætlana til að takmarka hana. Til stýringar á fjárhagslegri áhættu notar Landsvirkjun til dæmis sérsniðnar lausnir í afleiðum. Kostnaðurinn við afleiðurnar getur verið nokkur en mikilvægi þess að treysta grunnrekstur Landsvirkjunar vegur mun þyngra. Afleiðusamningar eru því fyrirtækinu mikilvægir og einn af grunnþáttum skilvirkrar og sveigjanlegrar áhættustýringar.
  Afleiðusamningar geta verið varhugaverðir ef þeir eru ekki notaðir á réttan hátt. Við áhættustýringu Landsvirkjunar er því lögð áhersla á að þekking, verklag og upplýsingakerfi séu eins og best verður á kosið hverju sinni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar er sú að afleiðusamningar eru vænlegur kostur fyrir Landsvirkjun til þess að stjórna áhættu.

Samþykkt: 
 • 21.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru afleiður vænlegur kostur fyrir orkufyrirtæki til áhættustýringar.pdf615.78 kBOpinnEru afleiður vænlegur kostur fyrir orkufyrirtæki til áhættustýringar?-heildPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf309.81 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf471.26 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna