is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17194

Titill: 
  • Náttúra íslenskrar karlmennsku: Birtingarmyndir karlmennsku í íslenskum kvikmyndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er karlmennska í íslenskum kvikmyndum. Hér er fjallað um þær aðferðir sem eru farnar í nokkrum íslenskum kvikmyndum við að miðla samfélagslegri stöðu karlpersóna þeirra. Ritgerðin er takmörkuð við melódrama og gamanmyndir þar sem þær veita oft innsýn í hugarheim persóna sinna. Þær kvikmyndir sem eru viðfangsefni þessarar ritgerðar eru: Nói albínói (2003) eftir Dag Kára Pétursson, Englar alheimsins (2000) og Djöflaeyjan (1996) eftir Friðrik Þór Friðriksson og 101 Reykjavík (2000) eftir Baltasar Kormák.
    Markmið ritgerðarinnar er að leggja mat á stöðu karlpersóna innan íslensks samfélags með kynjafræðikenningar að leiðarljósi. Fyrst og fremst er styðst við fræðiramma félagsfræðingsins R.W. Connell í bókinni Masculinities með áherslu á tvö hugtök; annars vegar stigveldi karlmennskunnar, sem vísar í valdamisræmi á milli karla, og hins vegar krísu karlmennskunnar, hlutverkakreppu karla gagnvart breyttum hlutverkum kynjanna. Bók Ingólfs V. Gíslasonar Karlmenn eru bara karlmenn heimfærir karlmennskuhugmyndir fræðigreinanna upp á íslenskt samfélag og eru hugmyndirnar sem birtast í kvikmyndunum fjórum bornar saman við niðurstöður hennar. Þá er íslensk náttúra talin mikill áhrifavaldur í íslenskri kvikmyndagerð og eru táknmyndir karlmennsku skoðar í samhengi við þessi áhrif.
    Skoðaðar eru þær kröfur sem karlmennskuhugtakið felur í sér líkt og það birtist í kvikmyndunum. Til þess að byrja með er Djöflaeyjan greind í samhengi við skrif Sigríðar Matthíasdóttur um tengsl þjóðernishugmynda og karlmennsku. Í framhaldi er rýnt í Nóa albínóa með hliðsjón af bók Ingólfs Á. Jóhannessonar um drengi í íslensku skólakerfi. Þá er vikið að birtingarmynd krísu karlmennskunnar í aðalpersónu 101 Reykjavík og heilsufars karlpersóna í Engum alheimsins út frá skrifum Frances Cleaver. Karlpersónurnar í kvikmyndunum tákna allar mismunandi ímyndir karlmennskunnar. Kvikmyndaformið greinir með margvíslegum hætti frá stöðu þeirra utan ríkjandi karlmennsku.

Samþykkt: 
  • 21.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Elma Líndal Guðrúnardóttir.pdf30.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna