is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17196

Titill: 
  • Höfuðhögg og heilaáverkar meðal barna, unglinga og ungs fólks á Íslandi: Algengi, nýgengi, skammtíma- og langtímaafleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Heilaáverkar (traumatic brain injury) verða þegar fólk fær högg á höfuðið vegna utanaðkomandi krafta og einhverskonar breyting verður á heilastarfsemi eða byggingu heilans. Slíkir áverkar eru algengir meðal fólks og mun algengari en áður hefur verið talið. Ef heilaáverki verður getur einstaklingur upplifað skammtíma- eða langtímaafleiðingar í kjölfar áverkans sem lýsa sér í ýmsum einkennum. Í þessari rannsókn var markmiðið annars vegar að skoða og afla upplýsinga um hversu algeng höfuðhögg eru og hins vegar hversu algengar skammtíma- og langtímaafleiðingar í kjölfar heilaáverka eru og hvert eðli þeirra er. Búist var við að niðurstöður yrðu í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna. Rannsakendur sömdu rafrænan spurningalista um höfuðhögg og heilaáverka sem tæplega 500 þátttakendur luku við að svara, en þeir voru allir á aldrinum 20 til 36 ára. Þátttakenda var aflað úr skólum, íþróttafélögum og frá almenningi. Helstu niðurstöður voru að um helmingur þátttakenda sagðist hafa hlotið höfuðhögg en það er sama algengi og komið hefur fram í íslenskri rannsókn frá 2012. Skammtímaafleiðingar höfuðáverka voru einnig nokkuð algengar. Algengustu skammtímaafleiðingar voru svimi, höfuðverkur, þreyta, ógleði og uppköst, ruglingur eða óráð, minnis- eða einbeitingarerfiðleikar. Sum einkenni voru algengari eftir alvarlegri heilaáverka. Langtímafleiðingar voru ekki algengar en þau einkenni sem virtust síst ganga til baka voru hugræn og félagsleg einkenni en slík einkenni hafa verið talin einkennandi fyrir heilaáverka í öðrum rannsóknum. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna og benda til að það séu skammtímaafleiðingar sem geta verið vísbendingar um alvarleika heilaáverka og að það þurfi að veita hugrænum og félagslegum einkennum sérstaka athygli í meðferð.

Samþykkt: 
  • 21.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
A - BS-ritgerd-AnnaKJac bls 1-42.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
B - BS-ritgerd-AnnaKJac bls 43-58.pdf191.13 kBLokaður til...01.01.2134ViðaukiPDF