is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17197

Titill: 
  • Þeir brenndu öll guðshús í landinu. Áhrif Davíðssálma á líf og starf Dietrich Bonhoeffer
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar upphófst hörmungartími í sögu Þýsku þjóðarinnar. Verðbólga margfaldaðist og atvinnuleysi reis upp í áður óþekktar hæðir. Í þeim aðstæðum fann þýska kirkjan sig gleymda sökum þess að ráðamenn höfðu lítinn sem engan áhuga á afskiptum af henni. Árið 1933 eftir valdatöku Nasistaflokksins við stjórn landsins upphófst nýr tími í sögu kirkjunnar. Adolf Hitler snéri sér að kirkjunni og tók hana upp á sína arma. Þó var það ekki boðskapur kirkjunnar sem heillaði Hitler, heldur máttur hennar í samfélaginu. Í kirkjunni sá Hitler verkfæri sem nota mætti til útbreiðslu á hugmyndafræði Nasistaflokksins og það verkfæri notaði hann eftir fremsta megni. Þessi afskipti Nasistaflokksins í málefnum kirkjunnar lögðust misvel í fólk. Þýski Guðfræðingurinn Dietrich Bonhoeffer (1906-1945) hóf, ásamt fleirum, baráttu gegn þessari þróun kirkjunnar. Baráttan átti eftir að verða löng og ströng fyrir Bonhoeffer. Undir lok 4.áratugarins tók barátta Bonhoeffers nýja stefnu, hún var ekki lengur eingöngu guðfræðilegs eðlis, heldur fór hún í auknum mæli að snúa að réttindabaráttu gyðinga gegn ógnarstjórn Nasista. Þessi áherslubreyting átti eftir að verða afdrifarík fyrir Dietrich Bonhoeffer. Vegna baráttu sinnar og aðkomu að misheppnuðu banatilræði gegn Hitler, var hann tekinn af lífi eftir beina fyrirskipun frá þýskum yfirvöldum.
    Dietrich Bonhoeffer las Davíðssálma Gamla testamentisins á hverjum degi. Hann sagði Sálmana vera þá bók sem hann elskaði mest. Í þessari ritgerð er þess freistað að merkja áhrif úr boðskap Davíðssálmanna á líf og starf Dietrich Bonhoeffer og ekki síst á baráttu hans fyrir réttlæti sem síðar dró hann til dauða.

Samþykkt: 
  • 21.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-ritgerð frá Oddu, sú rétta - fyrir skemmu.pdf625.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna