is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17200

Titill: 
  • „Enginn er sterkari en baklandið sem hann hefur til þess að styðjast við.“ Eftirlit með þjónustu við fatlað fólk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um eftirlit með þjónustu við fatlað fólk. Markmið rannsóknarinnar er að skoða með hvaða hætti ríki og sveitarfélög framfylgi því eftirliti sem þeim er falið í lögum og hvort eftirlitið hafi verið eflt eftir að ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og voru þrír staðlaðir spurningalistar sendir til fagfólks. Tekin voru átta viðtöl, tvö við starfsmenn velferðarráðuneytis, fimm við starfsmenn sveitarfélaga og eitt upplýsingaviðtal við starfsmann hagsmunasamtaka. Meginniðurstöður eru að ríkið, sem fer með ytra eftirlit, vinnur að skilgreiningum í samstarfi við Samband Íslenskra sveitarfélaga og hefur hafið gagnasöfnun á upplýsingum um þjónustu frá sveitarfélögunum. Tvisvar hefur verið kallað eftir gögnum frá sveitarfélögunum og gefin hefur verið út skýrsla fyrir árið 2011. Sveitarfélögin, sem bera ábyrgð á þjónustunni og innra eftirliti hafa þurft tíma til þess að kynnast málaflokknum og eru að vinna að því að móta stefnu sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Formlegt innra eftirlit sveitarfélaganna hefur ekki verið tekið upp en tvö sveitarfélög/þjónustusvæði af fimm hafa skilgreint hvernig eftirliti skuli háttað. Núverandi eftirlit sveitarfélaganna er óformlegt og fer að mestu fram með samráði og stuðningi við forstöðumenn.

Samþykkt: 
  • 21.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Elfa Þorgilsdóttir.pdf879.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna